<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, ágúst 28, 2005maður er ekki alvuru stelpa nema maður taki að minnsta kosti eina mynd af tánnum á sér á hverja filmu. Svalirnar fyrir utan herbergið okkar á 3. hæð heimavistarinnar.


heimavistin hét Castel Arabel. Hún var líka einsog Kastali. Þarna er ég að horfa yfir á svalirnar hans Basil, nágranna okkar. við gátum alltaf klifrað yfir og haft það gott.


þegar við Hrafnhildur þvoðum fötin okkar sjálfar í fyrsta skipti á ævinni.


já. við fórum aldrei neitt án þess að taka með okkur bækur. við erum nörd.


þriðja myndin í seríunni "morgunmatur". baguette, hvítlaukshummus og mandarínu/hindberjadjús. best í heiminum.


besta skilti sem ég hef séð. Hvað er svalara en þvottavélar að reyna að vera kynæsandi?


Enn ein sönnun þess hversu gott team við Hrafnhildur erum. Við keyptum stóra svona foldera fyrir teikningar í Nice og burðuðumst með þá allaleið heim til Juan les Pins, bara til að komast að því að þeir voru alltof stórir í ferðatöskurnar. en því var auðveldlega bjargað með stórum plastpokum, gjafapappír og límbandsrúllu, sem kom þessum gæðagripum vandræðalaust heim til íslands. mér finnst að við ættum að fá einhver verðlaun fyrir að vera svona sniðugar.


mér finnst gluggar fallegir. (vinstri: indælasta fólkið í bekknum mínum, Armin (swiss) og Esther (þýskaland) í kennslustofunni. hægri: herbergið okkar á heimavistinni.)


á leiðinni heim úr skólanum, síðasta daginn. ég var svo hrifin af þessari sofandi kisu...


...og þessum fallega fálka. hinumegin við götuna var líka pizzastaðurinn 'live pizza', rosalega sniðugur. það kostaði varla neitt að fá sér afbragðs máltíð þar og svo vann svo voðalega sæt fjölskylda þarna. Þau settu samt ólífur á allar pizzurnar.
Image hosted by Photobucket.com

útsýnið frá bekknum þarsem við settumst til að borða hádegismat frá live pizza: skór.


síðasta myndin sem ég tók í suður frakklandi. ég er hrifin af king kong.
Image hosted by Photobucket.com

miðvikudagur, ágúst 24, 2005Eins og mörg ykkar eflaust vita eyddi ég síðastliðnum mánuði í frakkaríki, og mig langar að sýna ykkur það besta af því sem myndavélin uppskar á meðan á ferðalaginu stóð (og rétt áður en ég fór burt). Þetta er fysrti hlutinn af tvemur eða þremur.

áðuren ég fór: Erla Hargrét og Mannes mála hjól.


svo kom rigning


afmælisdagurinn minn, 31. júlí. Lestarstöðin í Juan les Pins, að bíða eftir lestinni til Ítalíu ásamt Simon og Basil. Þarna eyddum við Hrafnhildur ófáum stundum en fáum peningum.


á leiðinni á ströndina í San Remo, Ítalíu. Takið eftir gamla sjóaranum í horninu.


the Darkness?


vonandi finnst ykkur Hrafnhildur jafn sæt og mér finnst hún. Hún var eiginlega eina módelið mitt.


herra Líbanon


við elskum spegla og að setja upp þennan svip.


Þarna voru falleg hús og við fengum ítalskt pasta eldað af ítalskri mömmu í afmælismatinn.


Símon = lazereyes


Á leiðinni aftur til juan les pins. Þau eru að ræða um þýðingu erlendra bóka yfir á íslensku.Einnig gæti Basil verið að segja: "I can't beliiiieeeve you don't like handbags! All girls like handbags!" eða "Ville France! I stayed there! Yesyesyes!!!"

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com