<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 31, 2004

.

TOPP 5 REFIR ÁRSINS: 2004

hvað get ég sagt? það er gamlársdagur, 4 tímar í að árinu ljúki, ég er búin að borða kalkún og frændsystkini mín eru að horfa á eldgamla strumpaspólu. ekki margt betra að gera en að setja smá ársloka-brag á eina fasta liðinn á þessu bloggi, refi vikunnar. það virkar einfaldlega þannig að ég vel 5 hæfustu aðilana sem einhvertíman á árinu voru refir vikunnar, og raða þeim í sæti eftir refa-potentiality. Og hefst þá talningin.

5. sæti:

Macaulay Culkin: fyrir að hafa snúið aftur eftir nánast 10 ár af fjarveru í ruglina, og komið fram í gæða myndum eins og party monster og saved... fáránlega foxy þrátt fyrir fokkt öpp-ness.

4. sæti:

Buck 65: (en hann er jú einnig hérna til hliðar um sinn) fyrir að vera lang svalastur, búa í parís og vera fáránlega hæfileikaríkur tónlsitamaður og textasmiður. hver annar getur samið svona geðveikt lag um mat?!

3. sæti:

Eric Idle: fyrir að vera fyrirmyndar spaugilegur (eins og jú restin af monty python hópnum), og fyrir að hafa verið svona myndarlegur á yngri árum. ég þakka honum góðar stundir í ensku 473, monty python áfanganum.

2. sæti:

Alden Ginger: fyrir að hafa sent mér skemmtileg stafræn bréf um (m.a.) lífræna mjólk og nýja hjólið hans og fyrir að taka þátt í að búa til svona upplífgandi og skemmtilega tóna með restinni af the unicorns.

1. sæti:

Harmony Korine: fyrir að vera einfaldlega bestur, einn af uppáhalds kvikmyndasmiðunum mínum og one of a kind.

hann er því hér með krýndur konungur refanna þetta árið:


meira var það ekki að sinni, fólk er byrjað að breyta peningunum sínum í marglit tímabundin ljós og hávaða. geðveikt.

gleðilegt ár 2005 kiddos!

fimmtudagur, desember 30, 2004

Your Boobies' Names Are: Bambi and Thumper

Get your own Boobie Names



*fliss*

einsog þið sjáið er buck kominn kyrfilega í refasætið og þar af leiðandi síðasti refur ársins 2004. á morgun mun ég hinsvegar posta topp 5 refir ÁRSINS listanum, og þið bíðið væntanlega öll spennt eftir því. awesome yo.

kósí jól, ég fékk góðar gjafir og þakka fyrir mig. u.þ.b. 395473534 jólaboð búin. árámótin næst á dagskrá, hm....

ég hef ekkert að segja.

endir.

laugardagur, desember 18, 2004

spurningar og fyrirspurnir
°afhverju stendur ALLTAF að ég hafi skrifað alls 35 færslur á blogger þegar þær eru í raun orðnar vel um 50 og fleiri bætast sífellt við?
°nennir einhver að láta vera aðeins lengra í jólin, ég hef eiginelga ekki tíma fyrir þetta...

stórasystir mín er alveg að koma heim. tilhlökkun mín er næstum stærri en svæsna sárið sem kom sér svo makindalega fyrir í munni mínum á prófatímum, en það er á stærð við dóminíska lýðveldið. ég er búin að gera rosalega fínt á baðinu og í sjónvarps/tölvu herberginu í kjallaranum, en systir mín og ástmaður hennar koma til með að gista þar. Niceness McCosy.

það er ekki alveg jafn fínt í herberginu mínu... en ég gerði það alveg íverulegt og kom meira að segja fyrir eitt stykki jólaskrauti. þið getið nú spreytt ykkur á að reyna að koma auga á það á eftirfarandi felumynd:



vísbendind: myndin af jane doe er ekki jólaskrautið. hún er hinsvegar árituð af goðunum í converge, og í tilefni af því hef ég hugsað mér að skipta um ref, enda komun nánast akkúrat vika.

ég fékk sokkabuxur í skóinn. já ég fæ ennþá í skóinn. ég er einnig búin að fá nytsamlegt dót einsog sokka, sápur og svona maskara:



mér finnst að í tilefni af því mætti maybelline fyrirtækið breyta einkunnarorðum maskarans úr "the #1 choice of models and makeup-artists" í "the #1 choice of models, makeup-artists and santa claus"

sunnudagur, desember 12, 2004

um þetta leyti á morgun verða prófin búin. ég hlakka svo til að ég er að sprrriiiingaaa.

eftir prófin ætla ég að:
° heimsækja Þóri í 12 tóna og gera þar örlítil jólainnkaup
° einnig gera jólainnkaup í nexus
° ráðast til atlögu við Benna litla *nudgenudgewinkwink*
° taka til, byrja að fara í sturtu reglulega, byrja að klæða mig í eitthvað annað en náttföt og lopapeysu, kaupa mér linsur. það er alveg orðið hræðilegt prófa-myglu ástandið á mér
° reyna að vinna sem mest á vídjóleigunni
° fara á jólaball 16. des
° hætta að drekka 7 lítra af kóki á dag
° taka á móti stórusystur þegar hún kemur til landsins 18. des *hlakkihlakkihlakkitil*
° fara í stórfélagsferð og vera tearin it up með veru
° óska veru til hamingju með útskriftina þegar þar að kemur
° gera eitthvað crazy með tí/ýndu jarðaberjunum
° endurvekja hljómsveitaræfingar veggjamálaranna
° horfa GEÐVEIKT MIKIÐ á video
° fara á bíómyndina saw með Hrafnhildi og gistigist
° já og kanski hm... halda jól á einhverjum tímapunkti

hrós dagsins: fá destiny's child fyrir að klæða sig ennþá í sampassandi alklæðnað eftir reunionið, en aððallega fyrir að vera með wicked ghetto booty!

mynd dagsins: Battle Royl II.
varúð: ef þú elskaðir Battle Royal, slepptu því að horfa á þetta framhald. Það hefur ekkert af því sem gerði fyrstu myndina awesome fram að færa, það var enginn hot morðóður skiptinemi með the cure hár, (a.k.a kiriyama... i smell a refur vikunnar), sætasti strákurinn í bekknum og svalasta stelpan dóu fyrst af öllum, myndin var illa þýdd en maður skildi ekkert hvað var að gerast anyway.
Þú skalt hinsvegar sjá hana ef: þú vilt hlusta 5 sinnum á upptalningu af öllum þjóðunum sem bandaríkin hafa varpað sprengju á (borið fram á japönsku), spá í terrorískum árásum unglinga á hina fullorðnu og flóttamannabúðir á miðausturlöndum, sem ég skil ekki alveg hvernig tengdist.
setning myndarinnar: "Nanahara, æ vont tú meik terrorist beibís viþþ jú" ...og þetta var auðvitað aldrei sagt í myndinni, hún var jú á japönsku. Hún hrafnhildur á hinsvegar heiðurinn af þessari glæsilegu talsetningu. ég vil þakka henni fyrir kósí gærkvöld, þó að myndin hafi ekki verið uppá marga fiska fékk ég þó að kúra á mallanum hennar og hún kippti sér ekkert upp við það þó ég sofnaði vært við og við yfir myndinni.
Hrafnhildur: 'bíddu ég skil ekki hvað er að gerast núna... hvað sagði hann? sprengja eitthvað...'
ég: 'mmmmmhmmm möööhhh *hrjót* þau eru japönsk sjáðu til... snmmnnnggg borða sokka mhöö *hrjóóóóóót*'

takk fyrir mig og sjáumst að prófum liðnum.

föstudagur, desember 10, 2004

well well, tími til kominn að skipta um ref og skella inn linkum sem ég er búin að láta sitja of lengi á hakanum:

hryðjuverkamaðurinn og gæða kröst-pönkarinn Villi: gott og honest blogg. slíkt er vandgert, þ.e.a.s. blogg sem er bæði gott OG honest.

Andri hÓ: best að linka á hann svona rétt áðuren hann útskrifast, í tilefni þess að ég les bloggið hans og hann kann að handleika bassann.

Steffý: auðgar svo sannarlega lífríki menntaskólans við hamrahlíð með hlátri sínum, takk fyrir linkinn

þess má að lokum geta að Hólmfríðiur Helga verður færð "upp" um flokk, til hamingju með að vera MHingur grrl, enda einstaklega foxy stúlka.

ég er ennþá að gráta missinn á america's next top model. það er svolítið erfitt að horfa bara á einn sjónvarpsþátt einusinni í viku þegar hann skyndilega klárast. ég er samt nokurnvegin búin að skipta yfir í the L word, smá huggun í því. fínir þættir. ef ég væri geðveikt L word og mætti eiga hvaða kærustu sem er myndi ég velja..
á íslandi: Hrafnhildi
í heiminum: Peaches

mynd dagsins:



lagið: oi! ...fuckin skinhead
hvolpurinn: afhverju?
ég: æji bara. skinheads eiga til að segja OI. þeir eru líka slæmir punks. þarafleiðandi fuckin skinheads.
hvolpurinn: einsog screwdriver
ég: akkúrat
hvolpurinn: einusinni sá ég mynd um skinheads og þá fannst mér geðveikt kúl að vera skinhead
ég: romper stomper?
hvolpurinn: nei, þarna hina. með gyðingunum.
ég: já ég man
hvolpurinn: já það er samt svo heimskulegt að vera skinhead
ég: jebb

Til lesenda:
° man einhver hvað myndin heitir? hún er frá svona sirka...2001-2002, og framaná henni er profile mynd af manni með gyðingastjörnu á kinninni eða eitthvað svoleiðis. frekar hvítt cover. anyone?

Erla: jebb. ég er líka héví skotin í Vernharði. líka Kristgeiri, dularfulla tíkallasímanum úr hinu húsinu forðum... ááddss.

Joey Shithead: fyrst var það vernharður og núna joey shithead?! hvenar ætlar fólk að byrja að merkja commentin sín skiljanlega? lúmskt skemmtilegt þó. mér finnst ekkert creepy afþví ég er svo rough & tough. og ég á ekki gestabók afþví mér finnst commentin alveg nóg. ég les þau öll.

Tobbi: hér er siggi.

viljið þið kanski kyssast líka??

jæja. helgi af niðurdrepandi stærðfræði framundan og ég vís til að missa vitið. ég er líka orðin hálf ógeðsleg af þessum niðurdrepandi prófalestri. einhverskonar hreiður hefur tekið uppá því að myndast í hnakkanum mínum, enda hata ég að fara í sturtu og greiða mér. gott combo. ég er farin að hlusta á limp wrist og drekka coke.

mynd dagsins: the butterfly effect. ágæt ræma, endaði aðeins of vel fyrir minn smekk.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com