<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, mars 24, 2006

Ég get ekki alveg sofið núna. Svona er þetta stundum... of mikið af múrsteinum og glitsteinum og möl í umkomulausa hausnum.

Ég hef verið að dunda mér við það undanfarið (milli þess sem ég reyni að hugsa um löghyggju, forlagahyggju og ekki hvað jake gyllenhaal er sætur meðan ég horfi á donnie darko eða borða súpu með gestum á opnu húsi geðhjálpar og ókunnugum MHingum, veit ekki hvor þeirra ég var smeykari við) að fylla út umþaðbil 674565 blaðsíður af eyðublöðum sem þarf að senda á undan mér til nýju jórvíkur. Minnir mig svolítið á þegar Pondicherry dýragarðurinn átti að flytja til Kanada í Life of Pi (allir eiga að lesa hana), nema hvað að ég er manneskja en ekki dýragarður. eða...

mig langar bara að vera í páskafríi og borða popp og elda á náttbuxunum og setja gúrkur á augun á mér og hlæja ógeðslega mikið með vinum mínum sem eru skemmtilegir en ég sé aldrei núna af því allir (aðallega ég) eru alltaf í skólanum eða vinnunni.

og mig langar að taka myndir af einhverju, það er fín filma í vélinni núna en ég virðist aldrei ætla að klára hana, vinsamlegast veitið mér innblástur.

þangaðtil koma þrjár myndir sem voru teknar þegar mér leið vel en samt einhvernvegin fáránlega á sama tíma. ég hneigist soldið af svoleiðis tilfinningum. enda lifi ég mjög súrrealískt. En aðallega kæta þær mig þegar ég horfi á þær.

exhibit a:
stuttu áður en ég kom fram á airwaves 2005.


exhibit b:
ein af mínum uppáhalds afþreyingum og besti staðurinn til að stunda hana. the color purple er rosalega góð bók.


exhibit c:
Benjamin er nýbúinn að opna yddara yfir sig allan og Alex ákvað að ryksuga það. controversial.

fimmtudagur, mars 09, 2006

ég fann hjá mér skyndilega þörf til að tjá mig um að ég var að komast inn í þennan skóla.

næsta haust.

til að leggja stund á nám til BFA gráðu (bachelor of fine arts).

næstu 4 árin.

í new york.

vó.


mánudagur, mars 06, 2006

Þessar gerði ég fyrir nokkrum dögum:





...blómin eru nú dáin og komin í vasa með nokkrum dánum burknagreinum.

þetta er það sem ég sé akkúrat núna þegar ég lít yfir hægri öxl:



...hún er reyndar búin að hringa sig saman.

mér finnst gaman að búa til falleg mixtape og fallegan póst og senda ókunnugum. eða þ.e. ókunnugum í mixtapeklúbbnum mínum.

dæmi:









ég vil ekki birta lagalistana að þessu sinni, þeir eru of persónulegir. þ.e.a.s. conceptin sem réðu þeim.

einnig hef ég dálæti af myndinni capote sem ég sá í kvöld, pandabjörnum og fólki sem líkist pandabjörnum:



mér líður vel akkúrat núna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com