<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Nei, ég er ekki hætt að blogga. það er rétt að ég ér víst ekekrt búin að skrifa síðan ég átti afmæli, ég vil kenna pétri um þetta gífurlega slór þarsem hann er ekki ennþá búinn að halda uppá afmælið mitt. og veru. og helgu. og sitt. og jóns ragnars (og 18 & 1/2 árs afmæli tinnu). En það mun eiga sér stað. einhvertíman. í öðrum fréttum, þá eiga allar þessar manneskjur það einmitt sameignlegt að vera í ritstjórn Beneventum þetta árið, og það sem ótrúlegra er, þau borðuðu öll pasta í kvöldmatinn í kvöld. Hvílík tilviljun?! hugsið þið kanski, en hlustiði á þetta: þau fengu ÖLL súkkulaðiköku í eftirrétt! þetta fer að verða æ ískyggilegra. það sem er hinsvegar ekkert ískyggilegt, er sýn mín á komandi starfsvetur þessa félags. Við erum skemmtileg og sæt, og við ætlum að halda snertikvöld með olíu og kertum. hvað annað þarf maður? letidýr? nei ég bara spyr.

Skólinn er byrjaður. Það er gaman. og óhugnalegt. og hresandi. og stressandi. sem veldur því að helmingur innviða munnar míns ákvað að breyta sér í eitt stórt sár. honum finnst það viðeigandi á svona stundum. sérstaklega þegar hann veit að ég nenni ekki að læra fyrir skriflega bílprófið mitt, og kann einfaldlega ekki að keyra fyrir það verklega.

ég elska eftirfarandi:
monty python enskuáfangann.
sálfræði
félagsfræði
vélakók

vélakók og indie-bíódagar er einmitt blanda sem hljómar girnilegar en flest annað. ég mun því eyða aleigunni til mánaðamóta í það stash. Ég ætla að sjá: Supersize me, Ken Park, Capturing the Friedmans og Coffee & Cigarettes. Ef þig langar í bíó, endilega hringdu í mig. Ég er stúlkan sem hefur hlutina á hreinu.

What is your emo band name? by spiralinghalo
Your band name is:An Ounce of Prozac
You sound like:Modest Mouse
You will be signed to:Deep Elm Records
Your emo lyrics are:"I need a surgeon who can repair the heart you crushed"
Name:
Quiz created with MemeGen!


afskaplega elska ég Deep Elm. og svo lengi sem þetta er eldra modest mouse dótið, þá kalla ég þetta gott quiz. Að lokum hef ég það að segja, að þrátt fyrir innihaldsleysi og lítinn metnað í þessari færslu þá er ég að spá í að skella inn nokkrum linkum (skiptinema-skuðin mín, birna og gurðún, tinna litla frænka mín, ingi thoughguy og sesselía gamla + heimasíða harmony korine. já hann á þátt í gerð Ken Park. já sjáið hana í indie-bíóinu.), setja máske nýjan ref, krulla svo á mér hárið og jafnvel læra og bara sýna almennan myndarleika. þangaðtil næst...



This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com