<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 31, 2005

góðir hálsar. páskafríinu var eytt í sárafátt, og ég er ekki einusinni búin með páskaeggið mitt ég var svo löt. grár hversdagsleiki skóladaganna hefur tekið við aftur og ég er ekki par ánægð. en best að drífa þetta af. vorið er á næsta leyti og ég var að frá staðfestingu frá skólanum í Antibes, Frakklandi að þar mun ég svo sannarlega eyða 3 vikum í sumar, plús þá væntanlega einni í parís. vúha.

annað sem er svona aðeins meira á næsta leyti:

tónleikar í kaffi hljómalind laugardaginn 2. apríl!!!
hefjast stundvíslega 20:00, aðgangseyrir 500 smackers.
lineup:
Mark steiner
We Painted The Walls
Doddinn

víhí.
við erum samt alveg ekki dugleg að æfa.

svo er annað sem ég bíð eftir með eftirvæntingu, en það hefst víst kvikmyndahátíðin Iceland International Film Festival 7. apríl og stendur yfir í 3 vikur í kvikmyndahúsum víða um landið. Og mikið af góðgæti verður þar á boðstólum. borstólum. borðstofuborð.

já og hver vill koma með mér á the life aquatic?

eða í sundlaugarpartíið í gummo?



nei ég bara spyr.

p.s. ég kom mér loksins í það að fixa linkana eitthvað. og nýr refur og svona. ef þú ert vinur minn og er tekki á linkalistanum mínum og grætur þig í svefn á hverju kvöldi útaf því, sparkaðu þá í mig. ég er svolítið thick.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Þessi síðasti sólahringur hefur verið vægast sagt kósí. Ég byrjaði á því í gær að ráðast á fatafjallið sem var í fúlustu alvöru byrjað að teyga sig upp fyrir gluggana í herberginu mínu. Þarna hafði það setið í mestu makindum og stækkað hratt og örugglega síðasta mánuðinn, og e´g var alvarlega farin að íhuga að búa til vegvísa í kringum það og skíra það 'lonely mountain.'

Það voru grillaðar soja-pylsur í matinn í gær. það var gaman og sumarlegt. Svo kom Hólmfríður Helga og við smelltum okkur í göngutúr um Freyjugötuna, þar næst á McDonalds fyrir smá extra-munch-craving-lækn og þaðan á Laugarásvideo þar sem við ákváðum að go nuts og gera grundvöll fyrir alsherjar asísku videokvöldi.

við leigðum:
A tale ow two sisters frá Kóreu


House of flying daggers frá Kína


og
All about Lily Chou-Chou frá Japan


þetta eru auðvitað allt mega-awesome-gæða ræmur og ég mæli með þeim öllum. sérleg veisa fyrir augað, t.d. langar okkur helgu nuna mjög að eiga öll fötin, húsgögnin, hlutina og veggfóðrið sem var í tale of two sisters. sjá nánar:
hér
hér
hér
hér

og ein úr house of flying daggers, hér

svo kúrðum við saman stórskelkaðar og þreyttar eftir myndirnar, cherry 7upið og poppið. í morgun var það viðtal fyrir beneventum og stroll í bænum, plötukaup og fjárfesting í fallegum kjól.

eitt enn! we painted the walls spila annað kvöld (24. mars) á grand rokk uppúr klukkan 9... ásamt einhverju kósí, það eina sem ég náði var gaurar úr lights on the highway og eitthvað..?
en já. það verður nice.

until next time... það kemur skemmtilegt hljóð þegar maður hleypur í riffluðum flauelisbuxum

laugardagur, mars 19, 2005

jæja. þá er ég búin að prófa músiktilraunir alla leiðina.

það var áhugaverð lífsreynsla. tími veitti okkur verðlaun fyrir að vera athyglisverðasta hljómsveitin. mér fannst það gaman afþví ég lít eiginlega meira upp til tíma-meðlima en dómnefndar. Það var þá eftir allt saman þess virði að húka í 5 tíma innilokuð í loftlausum kjallara með sveittum og ólekkerum tónlistarstrákum til þess eins að fara á svið og flytja 3 lög með mis-velheppnaðri spilamennsku innifalinni. En ég er búin að tala svo mikið um þetta að ég nenni eiginlega ekki að segja meira frá þessu.

ég vil samt þakka allar hamingjuóskir sem til mín hafa borist, með sms skilaboðum og orðum og símtölum, ef ég var ekki búin að þakka fyrir núþegar.

ég mæli með:
-páskafríi
-súkkulaði
-disknum með sigga ármanni sem ég fékk í verðlaun. super-nice.
-myndasögusýningunni í hafnarhúsinu
-sýningu fornáms-nemenda í myndlistaskólanum í reykjavík
-að fara á listasýningar á tímum sem fólk fer vanalega ekki á listasöfn, semsagt þannig að maður er nánast einn um að skoða. það er æðislegt.
-að fara á tónleikana með mount eerie í klink & bank í kvöld, ég ætla allavega

...og hver vill koma með mér þangað:



?

föstudagur, mars 11, 2005

RACCOON GIRL
(mynd af mér)



ég elska Reneé French.

Ég og Logi erum komin í úrslit músíktilrauna. Takk dómnefnd, þetta er skemmtilegt.

og, nýi uppáhalds drykkurinn minn er cherry 7up.

lífið = gott.

laugardagur, mars 05, 2005

í gærkveldi skrifaði ég langt blogg, gleymdi að posta því, fór að horfa á americas next top model (tekið upp á spólu) og vaknaði svo klukkan rúmelega 5 í morgun við að spólan var löngu búin og einhver hevímetall var að blasta á rúv, nánast brákuð á hálsi, í sveittum og óþægilegum fötum, með lappirnar uppá fartölvunni og bara almennt ónýt. slökkti á tölvunni og svaf svo í 2 tíma inní rúmi áðuren ég þurfti að fara í skólann.

áðuren þetta gerðist var ég búin að:
°sofna í freyðibaði fyrr þann dag, og vakna við að baðvatnið var ískalt og ég var að anda að mér froðunni sem var eftir.
°sofna við að reyna að lesa sálfræði fyrir próf (sem ég fór í í morgun)
°sofna við alladin lagið á söngvakeppni MH og vakna við að eva katrín var að gera óspart grín að mér.

annars var söngvakeppnin kósí, nema ég hefði viljað sjá krummi svaf í klettagjá í 3. sæti. mjög sátt samt við að lagið sem lenti í 2. sæti var um mig... eða svona semí. hóhó.

ég fór á Closer með Veru og Ástu í kvöld. frábær mynd en erfitt að horfa á hana. ég er fegin að ég fór ekki með mömmu. þetta er u.þ.b. eina ástarmyndin sem ég hef séð sem meikar sens fyrir mér.

að lokum: nýji síminn minn, hann nokia eitthvaðnúmereitthvað, hefur hér með verið endurnefndur cremaster síminn. ég er búin að vera dugleg að klappa honum, vonandi yfirgefur hann mig ekki einsog allir hinir.



p.s. jebús hvað mig langar í herkött

t.d.:


nei annars á ég tíma á rauðhettu og úlfinum eftir 2 vikur. hlakkihlakkitil.

svolítið annað sem ég á: miði á hot chip. bjóða þessa drengi rækilega velkomna til baka.

miðvikudagur, mars 02, 2005

ÓMÆGAD-ADAMGREEN-ÍTHEMOLDYPEACHES-SEMVARREFUR-ÍSÍÐUSTUVIKU-ERNÚNAMYSPACEVINURMINN-OGSENDIMÉR-ULTRANICEPÓST-ÓMÆGAAAAAD

...semsagt þessi



þetta virkar greinilega þannig að ég set þá sem refi og þeir verða gríðarlega heillaðir og ég get búist við að kynnast þeim stafrænt næstu vikur. hver man jú ekki eftir þegar alden ginger/the unicorns var að skrifa mér um leiðangra hans á reiðhjóli til að kaupa lífræna mjólk í montreal?

eitt sem mér finnst mjög áhugaverð tilviljun, og gæti hafa triggerað þessi viðbrögð refanna, er svolítið sem þeir eiga sameiginlegt; ég las þetta annarsvegar í unicorns bioinu og hinsvegar í eigin persónulýsingu adamgreen:

Ginger:
In autumn of 1998, Alden and Nick met in high school in Campbell River, British Columbia (on Vancouver Island in Canada). Alden was new in his grade 10 class, and Nick was in grade 12. Alden wore a skirt to the first day of class and a t-shirt that said "share the power". This intrigued Nick, and because they had a mutual friend, they spoke and quickly took to each other.

Green:
About me:
One Day There was a boy. The boy was weird. On the first day of school, he decided to wear a dress...unfortunatley the kids at school didn't think this was as cool as he did. His parents were concerned and sent him away to a correction institute. The boy escaped from the correctional institute and became a juvenille delinquent on the run. He lived under a drain pipe in New York City. One day he made friends with some important people and it all happened...He decided that his passion in life was music. And girls.


..svo er skammstöfunin þeirra beggja líka A.G. Ég bíð bara eftir að Gallo þefi mig uppi, hann hefur pottþétt einhvertíman farið í pilsi/kjól í skólann.

eeeen allavega. ég átti mjög kósí kvöld í kvöld. eiginlega fáránlega hressandi miðaðvið hvernig ég hef verið uppá síðkastið. sá brot úr ofsalega skemmtilegu leikriti, æfing á klaufa og kóngsdætrum í þjóðleikhúsinu. H.C. andersen, ungir og myndarlegir leikarar auk spaugstofumeðlima og mad-cool búninga að slá í gegn.

svo fór ég á kaffihús með pétri og tobba og völu sem var kósí afþví ég hef ekki farið á kaffihús síðan á júratímabilinu.

svo fékk ég far heim með ofur hressu rúnturunum björgu, veru og helgu. stoppuðum í lyfju þarsem ég gat stundað eitt af aðal áhugamálum mínum: skoðað snyrtivörur í öllum regnbogans litum.

svo fékk ég líka góðar einkunnir í dag og borðai KFc og fékk nýjan síma og abra jeeeiiijjjj....

í tilefni af gleði minni kemur að lokum adam green. aftur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com