<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júní 29, 2005

ATHUGIÐ

sú stund nálgast óðfluga að gestur númer 10.000 heimsæki síðuna.

þannig ég mæli með að þú athugir billiardkúlu-counterinn sem er fyrir neðan linkalistana og archivein þarna vinstra megin. því að ef þú ert númer 10.000 skal ég elda fyrir þig eða bjóða þér uppá kaffi eða eitthvað. skildu bara eftir comment og kynntu þig. vei.

vel á minnst, ég var einmitt að öppdeita öll linkin þarna. þetta var orðið mjög úrelt, t.d. voru voðalega fáir í hópnum 'foxy MHingar' sem ennþá ganga í MH. *andvarp*. það vilja víst allir útskrifast. þannig nú er komið mun einfaldara snið á þessu. ég henti út helling af bloggum sem er ekki búið að öppdeita mánuðum saman eða sem ég kíki aldrei á. ef þú lest síðuna mína og ert eitthvað "heeeyyy bíídduuu þú hentir mínu út og ég er alveg dugleg/ur að uppfæra það!" láttu mig þá vita. eða ef þú hefur einhverjar aðrar athugasemdir. jájá.

ég vil biðja atla sig formlega afsökunar á að hafa verið svona lengi að henda honum á linkalistann, ef hann les ennþá bloggið mitt.

nýliðar:
-Orri Tómasson (hann er duglegur að blogga skemmtilega)
-Viktor (tók virkan þátt í síðustu myndaseríu)

...

-Arna (síðan hennar er voðalega falleg, ég mæli með að þið skoðið hana. svo er arna líka æði, óháð síðunni)
-neutral milk hotel (rosalega gott fansite sem ég mæli með að allir velunnarar bandsins skoði.)
-postsecret (mjög áhugaverð og frumleg síða sem ég er alltaf fyrst að skoða á hverjum sunnudegi. fólk getur sent inn leyndarmálin sín nafnlaust á póstkortum.)
-songmeanings (góð textasíða)

...

mér þykir sárt að tilkynna að ég tók niður linkið á lanky-boys.com þarsem sú síða er ekki uppi lengur. það finnst mér voða leiðinlegt.

en í gleðilegri fréttum er kominn upp nýr refur. sá heitir Devendra og er voðalega sætur. auðvitað. það má sjá betur hér, en hann:



..er einmitt kærastinn stúlkunnar vinstra megin:



..og þau eru svo öll bestu vinir hennar:



hm.. hvern langar að segja.. PANT! vera þau. tja mig.

í öðrum fréttum en af þessu vesæla bloggi er ekki neitt. blessgóðanótt.

p.s. ég rakst á þetta þegar ég var að leita að mynd af devendra. mér finnst þetta rosa fyndið, sérstaklega með tilliti til þess að vincent gallo var refur fyrstu viku þessa árs og svo hefur mér aldrei þótt manson ómyndarlegur. hah. jájá.

fimmtudagur, júní 23, 2005

gjöriðisvovel. þetta myndablogg er tileinkað 17. júní.



það var gott veður á 17. júní. í sólskini birtast gjarnan rokkstjörnur í garðinum mínum..


..og fara úr fötunum.


svo ákvað ég að vera rokkstjarna sjálf og settist eftir það á austurvöll og horfði á fallegt fólk.


þetta þarna er samt ekki evilgnome heldur er voða sæt stelpa að hlæja.


<3


þetta barn var augsýnilega reitt. það sparkaði í ruslið.


ding


morgunmatur. daginn eftir.
Image hosted by Photobucket.com

áðuren viktor fór til útlanda..


..var hann skemmtilegur á svipinn.


modelpunks


p.s. þakkir til myndavélarinnar minnar. ég elska hana.
p.p.s. og kalla fyrir að hafa hjálpað mér með filmuna.

fimmtudagur, júní 02, 2005

Á mánudaginn hringdi ég í Hrafnhildi. þegar ég spurði hvað hún var að gera sagði hún mér að hún væri að prjóna og horfa á fréttirnar á rás eitt með örnu. þær höfðu líka fundið tvö pör af einkar ömmó-flöskubotna gleraugum. ég trúði varla mínum eigin eyrum, partí dýrin sjálf? þannig ég stökk á hjólfákinn og brunaði yfir í skeiðarvoginn. jú, þetta var satt. þá sagði ég:



...ég tel að þetta sé einhver tíska sem þær eru að reyna að koma af stað.

meðan þær bjuggu sér svo til eggjaköku klessti ég niður þessari mynd sem er hér að ofan af þeim stöllunum. svo fórum við á voksne mennesker. hún var voða fín, nema hvað að ég og hrafnhildur vorum eina fólkið sem nokkurtíman hló. útvortis.

síðan þá er ekkert búið að gerast nema vinnan, sumarskólinn, og það að ég þarf að fara í einhver ofnæmispróf og blóðprufu og til sjúkraþjálfara. hjálp.

mmmbæ.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com