<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, maí 29, 2004

a) glímufélagið er í kolaportinu í dag. tékk it.

b) það var kalikkað gaman í leikfélagspartíinu í gær. tékk it.

c) þessi dagur lofar góðu. meira seinna. tékk it.

drykkur dagsins: ég er að drekka lífrænan goodness hollustu fjöl-ávaxtasafa blandaðan við tónik vatn og sítrónusafa. tékk it.

fimmtudagur, maí 27, 2004

Já kæri lesandi, ég veit að refur vikunnar hefur verið í mun meira en viku, og ráða verður bót á því hið snarasta. en ég hef verið í smá klípu undanfarið sjáiði til, þannig er mál með vexti að næsti refur átti að vera kappinn með græna hárið í 80's matchbox B-line disaster, en ég, tja, finn bara enga nógu kósí grænhærða mynd af honum. Hún Helga mín að norðan stakk upp á að næsti refur yrði Andir nokkur Ó, þarsem við og Kári erum jú í Spaceghost/Andra Ó klúbbnum, en jah... ég finn ekki nógu kósí mynd og það er kanski full radical líka. hvernig vilt þú, kæri lesandi, sjá í refadálkinum? Þangaðtil það verður ákveðið skaltu horfa á hann þennan:



Jæja. dagurinn í dag hefur verið svo kósí að það nær ekki nokkurri átt. Ég vaknaði klukkan 9 og fékk mér te og ristað brauð með mömmu. Svo kom Atli sæti að sækja mig og við krúsuðum niðrí bæ að tékka á einhverju fólki sem á heima í sídí svörtu húsi. fólkið var ekki heima þannig við fórum að leita að rauðum dreglum. svo fór ég bara heim, bjó til mat og kaffi handa mömmu, strokkaði mjólk í dýrindis latte og fór eftir það í ökutíma sem var einstaklega kósí þarsem hann Knútur ökukennari spilaði Neil Young allan tímann. Þvínæst fór ég í sund með björgu og pésa, svo á magadansæfingu sem var ógeðslega skemmtileg, og svo fékk ég mér subway með Evu Katarínu. Ahh. núna langar mig eiginlega bara að fara að sofa. lúðó?

Talandi um leiðangurinn okkar Atla í svarta húsið (erum að spá í málanlegum vegg á því sjáðu til), fyrir aftan húsið við hliðina á því er pínulítill ljótur bakgarður sem er eiginelga ekkert til að tala um, þakinn illgresi og rusli. en við inngang garðsins er rosalega stórt og fínt skilti (snýr að götunni) á því stendur "Ekki sleppa hundum lausum. þrífið saur eftir þá." Þetta finnst mér mjög kómísk en jafnvel kómískara er skilti nokkrum húsum í burtu , en það er útí glugga á skuggalegu húsi og á því stendur "félag stjörnulíffræðinga". Ef maður kíkir svo innum glugga hússins er ekkert þar inni nema rúm, sængurföt og endalausar dýnur. Hvað er stjörnu-líffræði? Finn ég þef af sértrúarsöfnuði? Af þessum tvemur skiltum og veggjalist bakvið hús á ásvallagötu þarf ég að muna að taka ljósmyndir. nota bene.

bæn dagsins: áðurnefnd Helga var að ræða við mig um óvissu sína um hvort hún kæmist inn í MH næsta haust eður ei. Hún lagði þá þessa bæn mér í munn, en hún er auðvitað einsog lesin úr huga mínum:
*góði besti guð
blessaðu börnin í sómalínu
mömmu og pabba
og langa strákinn í hljómalind
og guð
ég veit að helga trúir ekki á þig
en viltu plísplís hleypa henni inn í MH
takk
amen*


saga dagsins: Um daginn fór ég í Nóatún með mömmu. Það var fýld bjulla sem afgreiddi okkur og hún var í nóatúnsbúning með nælu sem á stóð 'I'm sexy'. HA?!

tónleikar (gær)dagsins: ég fór í Pixies í gær. það var æði spæði smæði en þó sá ég örlítið eftir aurunum mínum þarsem ég hef farið á tónleika sem kostuðu 600 kaddl og voru helmingi meira mindblowing. já það var æðilsegt að heyra alla gömlu slagarana og sjá músíkina sem ég hef verið að tralla við frá blautu barnsbeini live... já þau voru ennþá með raddirnar og kraftinn í lagi. en það vantaði dálitla orku og nærveru... þetta var frekar svona 'let's get it over with'. svo var frank black einsog risavaxið sveitt öskrandi egg á sviðinu, og kim deal var einsog ef einhver umhyggjusöm mömmu-mamma hefði stokkið uppúr crowdinu og byrjað að spila á bassa. En jæja. þetta var samt kósí.

úr dagsins: er mega-hip armbandsúrið sem mamma gaf mér í tilefni þess að mér gekk fínt í prófunum. Ég fékk það í swatch básnum í kringlunni og það lítur svona út.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Góðan dag. Þú getur byrja á því að skoða forsíðu Gold Standard Laboratories, en það er plötuútgáfa í uppáhaldi hjá mér sem gefur meðal annars út mars volta, the rapture, !!!, the locust og fleira gold. Ástæða þess að ég er að senda þig þangað er sú að einsog stendur prýðir hana ljósmynd tekin af Sigurði nokkrum Oddssyni (þarna creditaður sem Alexander Oddsson) sem hefur verið kenndur við listafélag MH síðasta ár eða svo. á myndinni sjást Eiður félagi hans og kanína í öskjuhlíðinni. ansi smellið.

jæja. þetta er búið að vera rólegt par af dögum. hápúnktar gærdagsins voru þegar ég hjólaði niðrí bæ í fáránlegum stutbuxum með jarðaberjunum, og svo þegar pési gamli beikon kom í heimsókn og ég söng heila plötu með hljómsveit sem eitt sinn var mín mest uppáhalds í heiminum og er mér enn hjartfólgin, Coheed & Cambria. Ég sýndi glæsilega leikræna tilburði með söngnum sumstaðar, og Beiki spilaði á loft trommur milli þess sem hann geispaði og sagði að ég yrði góð leikskólafóstra.

Í dag vaknaði ég snemma og fór til tannlæknis, auk þess sem ég lærði að elda tófú, en reyndar komst ég svo að því að tófúið okkar var ónýtt þannig allir nýtilkomnu tófúeldunarhæfileikarnir runnu í vaskinn og ég eldaði veg burritos í staðinn.

gott burrito samt. ég vil bæta því við að það er bjullí að borða kjöt.

til að greina frá frekari ævintýrum mínum vil ég segja þér frá einstaklega áhugaverðu sjónvarpsstöðinni sem ég fann eitthvað kvöldið þegar ég var alveg helluð og hálf sofandi en gat samt ekki sofnað. Þetta er semsagt stöð sem virðist sýna eingöngu þýska sjónvarpsmarkaðinn, en það eru lélegar amerískar sjónvarpsmarkaðs auglýsingar hræðilega illa döbbaðar yfir á þýsku. Þarna er svo aðallega auglýst ískyggileg krem og líkamsræktartæki, sólgleraugu og plötur með elvis. allar auglýsingarnar eru svona hálftíma langar og núna kann ég utanað þýsk orð á borð við "Vorher" og "Nachher" sem ég giska á að þýði fyrir og eftir.

Í öðru undralandi sjónvarpsdagskrárinnar (nánar tiltekið VH1) sá ég þátt sem hét
"the faboulous lifes of the hot young popstars". Þið getið eflaust giskað á hvað umfjöllunarefni þáttarins var, en það var jú hversu fáránlega mikið magn af peningum britní, bíjonsei og félagar eiga, og hafa ekkert gáfulegt að gera við. Mig langar að gubba þegar ég sé svona umfjallanir og heimska mannkynsins hellist yfir mig. Það eru svona 3 sem eiga allan peninginn í heiminum og restin er að svelta. Þessum þremur er alveg sama, og nota peninginn tildæmis til að halda einhverjar fancy colour themed afmælisveislur þarsem áfengi sprautast úr gosbrunnum, og svo var einn sem fékk sér nokkra hvíta heimskautaúlfa í pínulitlum stálbúrum á neðri hæðina og tvö svört pardusdýr í pínulitlum stálbúrum á efri hæðina, bara til a passa við lita-þemað. ÓGEÐSLEGU DÝRANÍÐINGAR OG HEIMSKU EFNISHYGGJUFÁVITAR.

til að taka eitt dæmi enn ætla ég að leifa mér að stela þessum parti af annars fremur óvirka blogginu hennar Guðnýar:

"Ég las í blaðinu í dag grein um Jack Nickholson, í greininni er verið að tala um það að hann safni kastölum og að hann hafi verið undrandi þegar að hann frétti að það væru engir kastalar hér, því hann hefði haft áhuga á því að eignast kastala á Íslandi. Eftir að ég las þetta var ég alveg VÁ hann safnar kastölum!! Það kostar stórfé að reka einn kastala hvað þá safn af kastölum. Rafmagn, hiti, viðhald, starfsfólk ofl.

Á meðan að Jack Nickholson er að safna og eyða stór fé í kastala þá eru börn útí heimi sem að svelta, vinna þrælavinnu, vinna við vændi. Krakkarnir hljóta enga menntun og eiga kannski ekki almennileg föt. Fólk er að deyja útum allan heim. Hluta af þessu fólki væri hægt að bjarga ef Jack myndi t.d. selja einn kastala og nota peningana sem að fara í að reka hann og stofna sjóð til að hjálpa bágstöddum."


en jæja. þó að þetta eigi líklega aldrei eftir að breytast mikið þá á maður samt aldrei að hætta að spá í þessu. heldur manni heilum.

en ég er fáviti og missti af ökutíma og gleymdi einhverju sem ég ætlaði að bæti við hérna þannig öh.... veriði sæl og borðið tófú

vefsíða dagsins: Síða plötuútgáfunnar infinite chug. kveiktu á hátölurunum og brjálastu.

mynd dagsins: ég var að remixa scary ass msn avatarinn sem var eitt af þvi fyrsta sem ég postaði á þessa síðu.... ertu hrædd(ur)?


persónulegt ávarp dagsins: er í boði kára finns.

mánudagur, maí 24, 2004

Hver vill leika við mig? Ég hef ekkert að gera í kvöld og meiraaðsegja mamma mín var að gera grín að því. En ætli það sé ekki hollt að hafa lítið fyrir stafni stöku sinnum. Maður getur sest niður og bloggað og svona.

Þetta var ótrúlega fín helgi. Nóg að gera líka. Á laugardaginn fór ég semsagt í tvær stúdentsveislur og á magadanskeppni. Fyrst fór ég til hennar Sögu, sem var alveg svona ég-þekki-eiginlega-engann-nema-gamalt-fólk-sem-meikar-ekki-neitt-þanig-ég-ætla-að-setjast-hjá-einjverjum-ókunnugum-og-borða-jarðaber-og-machintos fínt. Svo brunaði ég á magadanskeppnina þarsem ég horfði á hverja fagra magadansmærina á fætur annarri sýna listir sínar ásamt Tönju og Jóhanni ástmanni hennar Aldísar, auk Árna og Írisar sætu. Það var frábært og ég sá líka noregsmeistarann í magadansi dansa heilan dans með sverð á hausnum. allsvakalegt. Svo brunuðum við stelpurnar galsvaskar beint þaðan og til hennar Erlu sem var með ótrúlega kósí stúdentsveislu í skólabæ. Þar hámaði ég í mig ost og hummus meðan Pétur og Vera fluttu eitt flottasta frumsamda rapplag plús dans sem ég hef nokkurtíman séð. Þarna var líka fáránlega gott fólk og ég dansaði við the doors í skemmtilega græna kjólnum mínum. allright! Svo örkuðum við þaðan og niður á Dillon (ég ótrúlega skynsöm með lopasokka og gúmmískó í tösnkunni!!) og á leiðinni bættist Kári nokkur Finns í hópinn a.k.a. þriðji meðlimur space-ghost klúbbsins (en hún Helga var vissulega þarna fyrir), ekki leiðinlegt það. Svo tók það nú ekki langan tíma fyrir Dillon að troðfyllast af nýstúdentum og veislugestum þeirra, MHingar á hverju strái og allir voða glaðir og kátir. Þetta var semsagt ekkert smá gaman, þrátt fyrir stífa dagskrá og stöku harmleik, og ég vil nota tækifæri og þakka öllum vinum mínum og kunningjum, öllum sem ég talaði við, dansaði við eða brosti til, öllum sem ég hitti og voru skemmtilegir við mig, og öllum sem sögðu "Æ rillí læk jor dress!" (sem var reyndar bara ein útlensk stelpa en hún var mjög sæt og það var gaman).

yeehaw!

sunnudagurinn var heldur rólegri. ég vaknaði samt snemma og voðalega hress og var komin útí kolaport klukkan hálf 12 þarsem ég var svo til 5 að aðstoða félaga mína í glímufélaginu BB auk þess sem ég var að reyna að losa mig við einhverja gamla músík frá stórusystur. Það var samt mjög indælt, góður staður til að vera úldinn og slappa af, auk þess sem hún Rut kom með kökuafganga úr stúdentsveislunni sinni sem ég gat verið að gæða mér á allan daginn. Þannig á það að vera. Það er líka svo gaman að fylgjast með mannflórunni þarna, Alveg endalaust af skrítnu fólki en svo sá ég líka alveg slatta af foxy MHingum, og svo eru auðvitað útlendingarnir.

Það kom tildæmis tvíburar á tvítugsaldri frá Boston að skoða hjá okkur, við komumst svo að því að þær eru retired scenesters sem eru alltaf eitthvað hangin með stóru boston böndunum, þær voru alveg "aw yeah our friends from BANE and give up the ghost and poison the well, aha. we're so hip. do you know about any secret parties around here? no? jeez i thought you would." Svo gáfum við þeim köku og þær voru mjög kátar, en við buðum jú öllum viðskiptavinum okkar uppá kræsingar. Hitt ameríska "ó sjit hvað við erum ógeðslega emo og trendy" parið þorði samt eiginlega ekki að fá sér köku, en við fengum þau til að versla mun meira. þau voru einsog úr teiknimynd, gaurinn svona ógeðslega lítill horaður með whiny rödd og naglalakk, í þröngi stelpupeysu og skyrtuna svona innundan, ein næla og derhúfa. stelpan með svo glansandi hvíta spöng og svart greasy hár að maður fékk ofbirtu í augun. alveg "aw yeah I've got that album man. it's the sex. It's so voloptuous" eða eitthvað.

kolaportið er fínt maður. Ég kom þaðan einni vínilplötu, the unicorns disknum og disk með sofandi, lítra af kóki og poka af plastskeiðum ríkari, auk þess að ég var með fullan maga af rjóma ofg súkkulaði kremi. Svo var það bara kósí LFMH fudur og kósí jarðaberjafundur. I'm a busy girl!

samt ekki í dag. ég ætla þá bara að fara að borða hörfræ eða eitthvað.

band dagsins: er Trumans Water afþví að ég var að eignast ótrúlega fína plötu með þeim.

maður dagsins: er gamli íslenski karlinn sem var að reyna að vera geðveikt hip og tala við túrista í strætó, en sama hversu oft þau sögðu honum að þau væri frá "Austria or Austurriki" þá sagði hann alltaf bara "yes yes, australia yes. you know, it's night now in Australia" ...þangaðtil þau sögðu honum að hann væri leiðinlegur og ætti að halda sér saman. Meistari.

laugardagur, maí 22, 2004

Fyrst og fermst vil ég byrja á að auglýsa eitthvað sem þið þarna indie-mellur, 12 tóna áhangendur og alternative músíkantar ættuð að kynna ykkur!:

"Góðann daginn. Bara örstutt skilaboð til að láta ykkur vita að GLÍMUFÉLAGIÐ BB, verður í Kolaportinu næstkomandi Sunnudag, 23 maí! Sérstök ástæða til að mæta í þetta skiptið því úrvalið er eiginlega stjarnfræðilega mikið á Íslenskan mælikvarð! Við erum að tala um 400 titla og það er ekkert lítið: pönk, hardcore, post hardcore, emo, indie, alternative, lo-fi, metall, rock og allt sem nöfnum ber að nefna... allt þarna á milli, á mjöög góðu verði!

ATH: Getið hlustað á diskana hjá okkur til að fræðast og vita.

AATTHH: Spjallið við okkur. Við erum að talið er skemmtilegustu og myndarlegust karlmenn landsins.

Búllann opnar kl 11:00 og lokar 17:00

Sjáumst í Kolaportinu!!

*fullt af nýjum sendingum*

-Birkir & Benni"


Ok! geðveikt. þarna versla ég örugglega 50% af minni tónlist.

Annars er alltaf sama rigningin og rólegheit eftir því. Gærkvöldið var einstaklega rólegt, en ekki verra fyrir því, afþví að gullvinkona mín hún Birna Dís kom í heimsókn og við styttum okkur stundir með því að spila pictionary. Það er alveg ótrúlega langt síðan ég spilaði þetta síðast, og það koma mér á óvart hvað það var gaman, við veltumst oft um af hlátri yfir fljótfærnislegum teikningum og ágiskunum eftir því, einsog t.d. þegar teiknuð var mandla "ER ÞETTA ÁLFAPLÓMA?" eða hreyfing að háma í sig "HINN ÓGURLEGI ÍSHVALUR?!"

svo bættist gulldrengurinn Birkir í hópinn, en það var ekki fyrr farið að horfa á the Straight Story fyrren þau voru bæði farin að hrjóta. Ég horfði samt á myndina til enda, enda einstaklega hrifin af David Lynch, þó áhrif hans séu kanski ekki alveg að sýna sig í þessari samvinnu við Walt Disney. Þegar maður horfir á hana er þetta svolítið svona: "hann er að keyra... hann er ennþá að keyra *dæs* jæja... núna má þetta atriði fara að klárast *bíð* jæja, núna kemur bráðum stelpa og er eitthvað 'búhu ég er ólétt'.. það má alveg fara að klárast... 'bíð'" ...semsagt frekar hægfara. En fín ræma samt, og einmitt fyrir það að það er ekkert alltof mikið af bíómyndum til sem sýna raunveruleika þess að vera gamall... kanski einmitt af því að það er eitt af því sem að mannskepnan er hræddust við..? En bæði the Straight Story og About Schmidt gera þetta ágætlega.

En jæja. Þrátt fyrir regnið er dagurinn búinn að vera kósí. Ég er bara alltaf að keyra og svo hitti ég nýfundinn samhuga minn og vinkvenndi hana Helgu á Brennslunni yfir góðu kaffi. Svo er ég aldeilis að fara á eftir í útskriftarveisluna hennar Sögu, magadanskeppnina hennar Aldísar og útskriftarveisluna hennar Erlu, þannig ég kveð að sinni.

band dagsins: Bítlarnir. afþví það er svo kósí að heyra alltaf í þeim í ökutímum.

vefsíða dagsins: Þessi flotta en jafnframt dálítið spes japanska ljósmyndasíða.

föstudagur, maí 21, 2004

Askotans regnflóð er þetta alltaf. ég sem eyddi dágóðum tíma í morgun í að sturta mig vandlega og gera hárlubbann alveg tipptopp... svo rignir þetta bara í klessu! En það var jú í mikilvægum og menningarlegum tilgangi sem ég klessaði hárið í rigningunni, ég og jarðaberja-strákarnir mínir fórum í könnunarleiðangur & koffí og það var alveg príðilegt, svona eitthvað í líkingu við þetta:



ókei nei ekki alveg, en þó var margt smellið rætt og grínað í þeirri ferð, þar á meðal kommentið á !!! plötuna mína: "ef þetta er partítónlistin þín, hverskonar partí ferð þú eiginlega í?! þetta er algjört hommapartí!"

þegar ég var að borða morgunmat í morgun heyrði ég í útvarpinu af einu rosalegasta sakamáli svía fyrr og síðar. Og það átti sér stað bara um daginn. Ég heyrði ekki alveg alla söguna, en til að stytta aðeins frásögnina ætla ég að segja hana í formi stutts lekþáttar.

brúður krists: góðan dag ég er snartjúlluð kerla og ég er gift Jesú. allir í ofsa-kristna sértrúarsöfnuðinum mínum, sem ég stjórna ásamt geðbiluðum ungum presti, trúa því. Enda hef ég ótakmarkað vald yfir söfnuðinum, yfirvöld vita samt ekki hvernig ég fór að því, múhahahaha.
presturinn: Ég er geðbilaður prestur og ég er 33 ára. best að fá sér barnapíu.
barnapían: hæ ég skal vinna fyrir þig prestur afþví ég elska guð, ég er annars 27 ára. hvað á ég að gera?
presturinn: Þú þart að vera kynlífsþræll minn afþví ég á í baráttu við djöfulinn og eina vopnið sem ég get beitt er kynlíf með þér. ef þú hlýðir mér í einu og öllu þá kemstu nær guði!
barnapían: jeij! ok. ég er hérmeð viljalaus þræll þinn.
kona prestsins: hvað eruð þið að gera?
presturinn: æ barnapía, myrtu konuna mína.
barnapían: ókei! *myrðirkonuprestsinsáheimiliþeirra*
brúður krists: já sértrúarsöfðuðurinn minn, það er illur andi í húsi prestsins. mjög eðlilegt að konan hans dó.
presturinn: æji barnapía ég er þreyttur á að sofa hjá þér, finndu nýja bólfélaga handa mér, meðal annars konu besta vinar míns. og dreptu hann svo hann fatti ekki að ég er að stela konunni hans.
barnapían: ókei! *reyniraðdrepavinprestsins*
vinur prestsins: hóhóhó ég læt sko enga baranpíu drepa mig1 ég ætla að hringja á sænsku lögguna.

ENDIR

eftirmáli: þannig komst löggan í málið og leysti það, meðal annars með því að endurheimta sms skilaboð sem presturinn og barnapían höfðu sent fram og til baka (T*Æ*K*N*I!). Svo játaði baranpían allt, ég fékk meira að segja að heyra óhugnalega vælandi rödd hennar í útvarpstækinu. barnapían fær lífstíðardóm en presturinn eitthvað styttra.

þetta sakamál finnst mér allsvaðalegt, og ég tek fram að ég skreytti söguna ekki neitt, nákvæmlega svona og og jafnvel svakalegra var sagt frá þessu. sérstaklega krípí þarsem það gerist svona nálægt okkur. algjör bíómyndamatur.

ég ætlaði nú líka eitthvað að fjalla um sýningu japanska butoh dansflokksins Sanki Juku, en móðir mín bauð mér og félaga mínum honum Pjása Beikon á hana í gætkvöldi, en kappin hnuplaði svo bara helstu umræðunni um það, það var allavega ég sem hugsaði upphátt hvernig þessir menn skyldu nú eiginlega haga sér utan sýningar, hvort þeir væru svona avarege túristar "vúhaaaa förum á djaaaammið á íslandi!!" eða hvort þeir væru í sífelldri hugleiðslu og andlegum æfingum, eða jafnvel bara að hreyfa sig í slow motion.

Ég segi og skirfa, þessir menn hreyfðu sig ótrúlega fallega, einsog reykur eða þang í sjó (ýmindið ykkur líka heila sýningu í matrix-slow motion stíl), sviðsmyndin var geðveik (margar risastóra glerlinsur fylltar af vatni sem draup einnig oní þær úr glerkrejum sem hengu í loftinu og hvítur sandur yfir öllu), búningarnir og þó sérstaklega tónlistin óaðfinnanleg, en verkið hét Hibiki sem þýðir bergmál á japönsku og fjallaði um áhrif kjarnorkusprengingarinnar á hirósíma, og var áhrifamikið eftir því.



en hérna, vonandi nennið þið alveg að lesa færslurnar mínar, eða skrifa ég alltof mikið fyrir takmarkaða athygli nútímamannsins? Ég var líka að spá, er einhver sem er með asnalegt resolúsjon á skjánnum sínum og sér ekkert refina eða linkana til hliðar nema neðst og hugsar alltaf alveg "pff drasl síða maður!" ...nei bara að velta þessu fyrir mér. ég læt þetta gott heita.

band dagsins:

the Bronx. J'aime le bronx, oui. rocky horror anyone? Þeir eru allavegana geðveikt hip rokkarar. það má sannreyna með því að hægrismella hér og hlaða niður tóndæmi.


fimmtudagur, maí 20, 2004

Ég var að koma úr ökutíma og langar bara aðeins að drepa tímann (þó ekki ökutímann)fram að kvöldmat. Það er víst uppbyggilegt og hollt að læra að keyra, enda er ég öll að braggast í þessari tækni sem ég hélt að ég myndi aldrei ná tökum á. Faðir einskis manns kleinu á arnarnesi er líka ökukennarinn minn, og alveg hreint splendid á því sviði.

Í öðrum tíðindum er það helst að ég er ennþá í skýjunum yfir einkunnunum mínum, en einkunnablaðið prýddu 3 sjöur, 1 átta og 3 níur. Ég er semsagt búin með 48 einingar og á þá 92 eftir býst ég við, en þó munu þær væntanlega verða eitthvað ögn fleiri.

gærdagurinn var svona fremur í furðulegri kanntinum, ég vaknaði galvösk og rauk til læknis klukkan 10, spókaði mig svo í bænum og festi kaup á par af skífum á góðum prís í 12 tónum. svo barasta steinrotaðist ég um 3 leitið, en vaknaði um klukkan 8, eldaði og hljóp svo með kvöldmatinn á tímakvöld í gallerí klink og bank. Þetta var vægast sagt áhugavert og skemmtilegt, viðfangsefni kvöldsins var hljóð, en fyrirlesturinn hélt bibbi nokkur curver og var hann með eindæmum skemmtilegur og reitti alveg af sér brandarana. Núna veit ég semsagt allt um hljóð, desiBell, Hertz, Rið, tíðni, sínusbylgjur, yfirtóna, heyrnarsvið höfrunga og ég veit ekki hvað og hvað.

Ég mæli semsagt eindregið með að kíkja í svona tímakvöld á miðvikudögum. (ég var samt að spá í að ef maður seppir D-inu þá verður þetta tímakvöl ...hljómar ekki sem best).

jæja. best að fara að vinda sér að föstum liðum einsog venjulega.

bók dagsins:
í morgun þegar ég vaknaði fann ég hjá mér löngun til að blaða í bók, en það var bar ein bók á náttborðinu, og það var mín kæra:

..í henni hef ég mikið blaðað síðasta ár, enda svona bók sem er stútfull af áhugaverðum greinum sem maður getur lesið í hvaða röð sem er. Í henni eru semsagt pælingar sem eru composed og published af aktívistunum í CrimethInc., en aftaná stendur: CrimethInc. is an international "workers' collective" of men and women who are not willing to be mere "workers" anymore. Are you?. Ég mæli með að þið kynnið ykkur 'Days of war, nights of love: crimethink for beginners' nánar hér, og býð áhugasömum að fá bókina lánaða hjá mér. Í kjölfarið ætla ég svo að skella link á crimethinc síðuna.

plötur dagsins:
Sufjan stevens - seven swans
!!! - me and Giuliani down by the school yard

vefsíða dagsins: hún er æði æði æði hún er saxófónn -> verstu plötuhulstur sögunnar

spurning dagsins: hver ætlar að gefa mér svona bol?

mánudagur, maí 17, 2004

"I guess when you live in a land that's all rainbows and magical lagoons, you really have no choice but to eat enchanted forest creatures"

Ekkert stórt report að þessu sinni. Mig langaði bara frekar mikið að benda ykkur á að lesa þessa skemmtilegu grein sem inniheldur heilt stafróf yfir 'cute', en ég rakst á hana í ágætis ritinu Vice. I-ið skipar tildæmis íslenski hesturinn og sneddí teksti í kringum það.

Ég var einmitt að muna eftir að ég gleymdi algerlega C-inu í leibela stafrófinumínu, það það er fíneríið hjá Crank!. Það mun nú vera lagað. einnig skelli ég inn link á príðis bloggið hans Tobba, sem ég sá að var svo elskulegur að linka á mig. Og hvernig gat ég gleymt að linka á uppáhalds kelerísklúbbinn minn, og slána-strákana.

þessi dagur einkenndist af mikilli ást á fjölskyldu minni. mamma kom heim með svo svalt sjampó, svona jurta-thing í umhverfisvænum umbúðum og ekki prófað á dýrum. eitthvað sem mér þykir vænt um að sjá. Og pabbi eldaði alveg killer kvöldmat fyrst að mamma fór út, hann matreiddi handa okkur pakka-grjónagraut á pönnu (?!) með pilsner og epli. kósí. Svo leitaði ég reyndar í önnur hús fyrir aðeins rökréttari matarbita, en fávitinn hann birkir gaf þér svo góðan veg-mat að það náði engri átt. svo nældi ég mér líka í meira yndislegt kaupmannahafnar-pönk. ahh. Ég fékk líka heil tvö raf-bréf frá stóru systur og þótti afar vænt um. Það er svo gaman að fá bréf líka.

Ég komst að því í dag eftir miklar vangaveltur að ég er skápa-júróvisjon-ofuraðdáandi. Mér er farið að þykja óskup vænt um hana Ruslönu þó ég hafi haldið með Serbíu-Svartfjallalandi, en finnst jafnframt ótrúlega fyndið þegar íslendingar tala opinberlega um hana og leggja áherslu á "RUSL" framburðinn í nafninu. RUSLana. RUSLA-Anna. viggú.

jæja. askoti ætla ég að fara að horfa á queer as folk og teikna.

plötur dagsins:
Gorilla angreb - 7"
No hope for the kids - Storkøbenhavn

lag dagsins:
De kommer ud om natten

teiknimynd dagsins:
Kleeman & Mike go surfing - æðislega skemmtilega gert og mikið summer... svo er líka þetta fína soundtrack með gúrmei bandinu mineral

sunnudagur, maí 16, 2004

Þá er prófunumu lokið og ég komin í sumarfrí. Það mun vera gleðilegt mjög, enda ég búin að fagna óspart og gera allt mögulegt skemmtilegt. Ég byrjaði tildæmis strax eftir síðasta prófið á fimmtudaginn með því að barasta gera allt það skemmtilega sem mér datt í hug, en maður getur helst ekkert verið að gera í miðri prófaviku. Ég: rölti niður laugarveginn með vinkvenndi, snæddi subway, laggði mig í bleyti í laugardagslöginni ásamt góðu fólki, snæddi gúrmei súkkulaði vöfflu í vöffluvagninum, kíkti á brennsluna, át 3 tortillas, nachos og kók á mexíkóskum veitingastað ásamt múttu, brunaði á magadans-æfingu, og fór svo síðast en ekki síst á tónleika. ég verð að segja að ég er fremur stollt af sjálfri mér að hafa afrekað þetta allt á einum degi.

En mig langaði gjarnan að fjalla ögn um þessa tónleika sem ég varð vitni af kvöldið 13. maí. Þeir áttu sér stað á Sirkús og jah, voru vægast sagt frábærir. Það var ókeypis inn og þarna spiluðu bandarísku jaðar-sveitirnar Face & Lungs og Snacktruck. Face & lungs voru mjög góðir og áhugaverðir með sínum melódíu flækjum og stöku söng sem hljómaði helst einsog æptur aftanúr kílómetra löngu baðherbergi, en þó voru það Snacktruck sem áttu hug minn allan. Þeir voru einfaldlega mindblowing, þessir kauðar sem höfðu nokkrum mínútum fyrr staðið feimnislegir útí enda meðan ég hugsaði "hm þessi gaur þarna sem lítur út einsog Stifler er í ágætis Vans", en það var gítarleikarinn sem þar átti í hlut og stökk svo galvaskur fram á "sviðið" og fór hamförum í glæsilega geðsjúkum gítarlínum, örvæntingarópum og sviðsframkomu yfirleitt. Og trommarinn var alsekki síðri, hljóðin sem komu úr bæði barka hans og handafli voru hreint ótrúleg og hann einskorðaði sig ekki einusinni við trommusettið, né lét þá staðreynd að hann hafði engan hljóðnema í smettinu angra sig. Saman höfðu þeir tveir jafn mikla orku og presence og 4-5 manna bönd (á borð við the Dillinger Escape Plan eða the Locust).

semsagt, hljómsveit mánaðarins er Snacktruck. Það er einnig hægt að lesa umfjöllun um tónleikana sem þeir spiluðu á kvöldið eftir á blogginu hans Beika Pé. Samtónleikaferðar-kona hans hún Erla fékk meiraðsegja ókeypis demódisk útá sína kvenlegu töfra, og ég tilkynni hér með að ég er afar öfundsjúk.

Jæja. Kvöldið eftir skellti ég mér svo á aðra æfingu, og eftir hana á aðra tónleika! Að þessu sinni voru þeir í gamla bókasafninu í Hafnarfirði, og spiluðu þar legendary DIY pönk-bandið TRAGEDY frá Portland, USA en þeir voru alveg ekta og góðir eftir því, semsagt eitthvað sem ég hefði allsekki misst af að sjá þó músíkin þeirra sé ekki akkúrat minn tebolli. Með þeim spilaði svo annað erlent band sem ég varð gífurlega ástfangin af, Gorilla Angreb eða górilluárás, og þau eru dönsk (frá kongens københavn ef ég man rétt). Þau spiluðu ótrúlega skemmtilegt svona ekta óldskúl melódískt pönk og það var stúlka sem söng, svona alveg hreint rosalega sæt og svöl og með þessi fínu tattú. Það var aldeilsi hresleikinn. Ég var líka alveg himinlifandi yfir að geta talað dönsku við þau, enda var þetta endirinn á danmerkur-þema degi mínum, en ég hafði eitt öllum deginum í að horfa á brúðkaup Friðriks krónprinss og Mary Elizabeth frá Tasmaníu. Ég varð því fremur vonsvikin þegar ég hafði keypt mér algjörlega á dönsku þennan ljómandi bol og hálf sjúklega gula + æðsilega sjötommu plötu af bandinu, og hljómsveitarmeðlimurinn sem afgreiddi mig ákvað að ræða ekkert frekar við mig á móðurmáli sínu, þó að hann hafi vissulega brosað breitt. en ég dó ekki ráðalaus og vatt mér að einstaklega svölu söng-stúlkunni og fór að hrósa henni fyrir húð-blekið á dönsku. Það fannst henni mjög gaman og ég hélt sigri hrósandi yfir dönsku kunnáttu minni heim á leið.

ég <3 tónleika

að lokum vil ég gefa Beika Pé mad props fyrir að vera frábær gestgjafi í sumarbústaðarferð sem ég var að koma heim úr áðan, hálf þreytt og lurkum-lamin eitthvað, enda ekki við öðru að búast eftir fjörið. Þarna kom saman góður hópur og ferðin einkenndist einkum af óvenjulega myndarlegri eldamennsku, júróvisjon leik í boði Aldísar, frönskum söng í boði Veru, löngum og sameinandi heitapotts-stundum, klukkutíma-dansinum, spilum með gubbulykt í boði þess sem gubbaði á spilinn/var að borða ostapopp og orðinu 'Doink' (dæmi: "einusinni stangaði hreindýr mig í húsdýragarðinum. Þá kom svona 'doink'.") í boði Huldu.

ég vil ljúka þessari eisntaklega ítarlegu færslu með orðunum sem In/Humanity mæltu svo kröftuglega hérna back in the day:

"We are the kids, we are the kids, we are the- we are the- we are the kids!"

miðvikudagur, maí 12, 2004

"Breathe in! Exhale! You know, you taste like cancer..."
-Hot Rod Circuit: Irish car bomb

ég elska þegar maður man eftir böndum og/eða lögum sem maður elskar en hefur ekki hlustað á heillengi og rifjar svo upp... ahh.

talandi um að rifja upp. Í dag rifjaði ég upp tvennt: dönsku fyrir síðasta prófið mitt og jafnframt lykil minn að frelsinu, og einig rifjaði ég upp atburði frá sumrinu þegar ég sá þetta:



mér varð semsagt minnistætt þegar ég stóð á útitónleikum í hafnarfirði og hið athyglisverða skilaboð barst í farsíma minn: "hae viltu bleikan bol med mr. propper?" ...mér fannst þetta svo kómískt að ég sagði auðvitað já án þess að hafa hugmynd um hver herra propper væri, en jah... eftir að foreldrahróin komu færandi hendi með bolinn hef ég orðið þess vísari og skarta nú stöku sinnum hróðugum herra propper á barminum. eftir tónleikana fór ég svo í veg-grillpartí úti í góða veðrinu, spilaði rommí og snartjúllaðan fimleika fótbolta með góðu fólki. good times!

og boðskapur sögunnar er: ég hlakka til sumarsins. og sumarið kemur á morgun. Talandi um sumar. þessi auglýsing er sumar. og jafnframt skondin.



talandi um Matador. Einsog þið gætuð eða gætuð ekki hafa tekið eftir, er ég búin að fylla allt af lystilegum linkum. Ég hætti mér ekki útí að fara að linka á hljómsveitir (en undantekning var auðvitað gerð með besta band í heimi, sem fékk verðskuldaðan link), af því það myndi ég aldrei klára, þannig ég ákvað að vera voða sniðug og linka bara á upáhalds plötu-útgáfurnar mínar í staðinn. en svo fóru að renna á mig tvær grímur þegar ég sá ekki fyrir endan á þessu öllusaman þarsem ég mundi sífellt eftir fleirum gúdsjitt leibelum og gat ekki gert upp á milli. en þetta tókst að lokum. Svo er ég líka að setja nýjan ref hérna. Gott kaffi.

talandi um gott kaffi. Mamma kenndi mér að búa til latte hérna heima með hjálp einhverskonar undarlegs mjólkurstrokkunar-apparats. Mér leið bara einsog bóndakonu að strokka smjör. samt ekki.

jæja ég þarf að glósa aðeins meiri dönsku og svo eru barasta ungir menn að kela við hvorannan á skerminum. húrra fyrir skjá einum. Meibí ðei eint nó kvír æs for ðö streight gæs, böt ðeill dú.

talandi um samkynhneigða karlemnn... nei núna er ég hætt þessu. Hlakka til að geta loksins bloggað um eitthvað áhugavert á morgun, einsog tildæmis hvað það verður gaman að vera búin í prófum og taka út orlofið mitt og vígja nýja páfagaukabikiníið mitt í sundi og fara á frábæra magadansæfingu og reyna að rumpa mér inná gúrmei tónleika fyrir einstaklega þroskaða og siðprúða einstaklinga, en þar spila face & lungs og snacktruck. jæja. until then. góða nótt.

plötur dagsins:
Ratatat - ratatat
Lali Puna - faking the books
Old Time Relijun - lost light
Beulah - handsome western State
Black Dice - printed paper

vefsíður dagsins:
you touch my tralala ...hann Günther er alveg dæmalaus skal ég segja ykkur!
Lodger er þetta fína band sem hefur tileinkað sér eþssa fáránlega fínu vefsmíði og tékkiði á myndböndunum, þau eru æði.

þriðjudagur, maí 11, 2004



ég varð bara að skella þessari mynd hérna áðuren ég leggst í rekkju. svo er bara ðö bigg test á morgun.. saga 203. Ég er alveg sæmilega stolt af eigin dugnaði við undirbúning þessa prófs og þó... það virðast engir sögulegir merkismenn eða ártöll festast í hugskotum mínu, ég get einöngu munað svona hluti einsog hversu parísartískan var móðins á 19. öld og að Franz Ferdinand var myrtur af ungum Bosníu-Serba.

Talandi um Franz Ferdinand, lítill fugl hvíslaði því að mér fyrir nokkur að nýjasta hippið væri hið þræl-gæðalega band Ratatat, og ég er búin að vera að blasta samnefndri plötu svo um munar hérna í litlu náms-holunni minni. Kapparnir fá tvímælalaust mín meðmæli, sérstklega mæli ég með fyrsta laginu á skífunni, seventeen years. "I've been a rapper for about seventeen years okay, I don't write my stuff anymore, i just kick it from my head okay? You know what I'm sayin', I can do that, no disrespect, but that's how i am..." og svo byrjar glorían. njótið.



námsplata dagsins: 90 day men - (it(is)it) critical band (herra hljómsveit, ég elska þig)
myndband dagsins: Outkast - Caroline (loksins eitthvað frá þeim sem heldur athygli minni síðan Hey Ya tröllreið öllu)
prófamunch dagsins: samloga með tómatpestó, kjúkling, pipar og swiss-soja osti, penslað með ólífu olíu og skellt á brauðgrillið/í ristina/í ofninn
nafn-á-lagi dagsins:'Crazy band, live at Sloppy Cod Inn!'
kvikmynd dagsins: midnight cowboy (frábær gamall klassíker sem ég sá síðastliðna nótt)

vúha ég er að faaahlippa í 'dagsins'! aaaúúúú! góða nótt.

mánudagur, maí 10, 2004

Góðan dag, ég heiti Júlía og ég er Reykjavíkurmeistari í að rata ekkert. Ég hef búið í sama húsinu í þessari borg allt mitt líf, en samt þekki ég varla hægri frá vinstri, sérstkalega þegar ég er fótgangandi eða hjólandi, helst svona um miðja nótt, í grafarvogi eða hlíðunum eða einhverjum öðru vafasömu húddi.

Það var einmitt raunin síðastliðna nótt, en svo ég röfli nú ekki meira um það þá endaði það í hinum ánægjulegasta klukkutíma-langa miðnætur göngutúr, enda veðrið gullfallegt. Svo kom ég heim og skellti Pedro the lion - whole ep í spilarann, enda gripurinn ný-verslaður í Gagnaugað-distro. (Ég verð að játa að mér finnst þetta fyrsta efni þeirra, auk fyrstu breiðskífunnar It's hard to find a friend betra en nýjasta breiðskífan... þó hún sé vissulega mjög falleg og kósí þá vantar eitthvað... einhverja tilfinningu og honesty sem grípur mann aveg á þessum fyrstu plötum.)

*ræskj*. Já. Space ghost! Ég vil byrja á því að votta Kára sæta Finns lotningu mína fyrir að hafa bent á að hann væri sam-spaceghost-aðdáandi, en geimdraugurinn sá hefur átt hjarta mitt allt (að minnsta kosti teiknimyndapartinn) síðan ég var ung hnáta, ein á hótelherbergi í london með ekekrt fyrir stafni þangaðtil ég rakst á space ghost coast to coast maraþon á cartoon network. oh the joy. Ég hef síðan downloadað ófáum spaceghost þættinum, og hef nú, bara fyrir ykkur mína dyggu lesendur (og þá helst þá niðurhlaðninga-glöðu), grafið upp slóðina þarsem hægt er að hlaða niður uppáhalds space ghost þættinum mínum. sá heitir Knifin' Around (hægrismella, saveas, það þarf líklegast real player til að spila þennan) og er alveg óborganlegur. Gestir þáttarins eru Thom Yorke og Björk, þátturinn byrjar á íslensku stefi, og skartar hverri milljón króna setningunni á fætur annarri. Space ghost reynir að brenna 100 Radiohead diska með einhverskona lazer-byssu, moltar ætlar í knifefight með Thom sem endar á því að Space ghost reynir að syngja knives out en semur í staðin ógleymanlega sönginn: "I"m a knife... knifin' around... cutcutcutcutcutcutcutcut...". Kappinn reynir allan þáttinn að forðast Björk, eiginkonu sína, og svona heldur það áfram. Þetta er skylduáhorf fyrir alla.

Svo ég minnist nú á einn þátt í viðbót þá vil ég mæla með öðrum þætti í uppáhaldi hjá mér, en hann heitir Sweet for Brak. Sá þáttur skartar Tentacious D, en þeir semja meðal annars lag um æluna hans Zörak og hjólið hans space ghost og lærin á honum. Ég kalla þáttinn í daglegu tali blackmetal þáttinn, vegna þessara ummæla moltars:

He's got these big black oven mitts
because he's baking in the... the kitchen of darkness!
A pie of lost souls!
Until it's golden brown.
but you can't eat it, even though you want to,
you gotta let it cool off in the window.
the windowsill to... to HELL!!


jæja. ég læt þetta gott heita. space ghost og félagar kveðja.



að lokum:
prófamunch:
pottapopp með svo miklu bræddu smjöri yfir að það kemur feit olíubrák á kókið sem maður drekkur með.
ristaðar beyglur með rjómaosti.
trönuberjasafi blandaður með tónikvatni. goodness.

námshestamúsík:
pedro the lion - achilles heel
rise against - Revolutions per minuit (þessi plata er svo mikið summer)
elliot smith - figure 8 (þegar ég hlusta á hann verður mér alltaf hugsað til þess hvað ég fékk mikið samviskubit daginn sem hann var tilkynntur látinn, yfir því að hafa sagt að hann væri ómyndarlegur daginn áður.)
the postal service - natural anthem (þó að þessi diskur minni mig alveg hurtfully á póstburð og stóra snjóskafla þá er fínt að grípa stundum í gamalt og gott)

sunnudagur, maí 09, 2004

jú ég er vissulega á barmi örvæntingar á þessum síðustu og verstu tímum, nánar tiltekið prófavikunum. ég les og les fyrir sögu 203 en finnst ég bara vita minna fyrir vikið. í kvöld var ég alveg á mörkunum að segja þetta bara gott og dýfa hausnum ofaní klósettskálina, en þá var mér bjargað af góðum vinum, góðum símtölum (og samtölum), góðu latte (einsog svo oft), góðum bíltúr og joan of arc.

nei, ekki var það kempan hún jóhanna af örk sem kom þeysandi á hvítum hesti í brynjunni sinni, heldur er ég að tala um annað gúrmei jade tree bandið, þessa ljómandi kumpána:



...en plata dagsins er einmitt joan of arc - so much staying alive and lovelessness, og hér má finna tóndæmi af henni (hægrismellismell, saveas, fá sér vatnsglas).



Að lokum er vert að geta þess að einnig er mjög þess virði að tékka á cap'n'jazz, bandið sem kjarnameðlimir og bræðurnir í jóhönnu skipuðu áður en örkin came along, og svo auðvitað American Football og Owen á polyvinyl. Æ og svona mætti lengi halda áfram, þið sjáið að minnsta kosti að þetta eru hæfileikaríkir ungir menn. the talented mr. ripley.

en svo ég minnist nú á eithvað fleira en músíkants sérvisku sem þrír nenna að spá í (ekki það að það sé margt að minnast á á þessum síðustu og verstu tímum einsog ég nefndi áðan), þá var ég að velta fyrir mér í dag, (svona í tilefni loka fyrsta menntaskólaárs míns), hvað framtíðin ber í skauti sér núna þegar hún virðist nálgast svo óðfluga... ég taldi, og ég hef ætlað, í réttri röð:

til Hollands að læra að teikna myndasögur
til San Fransisco að læra að mála og í the academy of oriental dance
til Parísar í bókmenntafræði
til Danmerkur í grafíska hönnun
til Cairo í Egyptalandi að læra arabísku

hvað ætli komi næst? ekki það að grafalvarleikin sé gífurlegur í þessum spekúleringum. En gott að geta eftilvill kastað uppá þetta ef ég verð eirðarlaus í framtíðinni.

kanski ég endi bara sem kassadama í hagkaup?

ég ætla að búa um mig í stóra herberginu með litla rúmin, svo ég geti sofnað við joan of arc.

á morgun ætla ég að freista þess að heimsækja vin og mála mynd handa mömmu milli þess sem ég drekk kafi og læri.

quote/mismæli dagsins: "Ég sagði honum bara allt sem býr í brjóstum mínum"

vefsíða dagsins: johnny whoopass

og að lokum vil ég minna sjálfa mig á að blogga rækilega um spaceghost næst.

fimmtudagur, maí 06, 2004

jæja. þá endaði ég annan daginn í röð á ilmandi kaffi-latte og huggulegheitum. Í þetta skipti var ég að fagna því að... fjöllistahópurinn minn, tý/índu jarðarberin fékk vinnu við skapandi sumarstarf hjá hinu húsinu!!. Það er náttúrúlega ekkert nema glæsibær og grænir skógar. Og af þessu tilefni sé ég mig knúna til að gefa jarðarberjastrákunum mínum sæti í refadálkinum (já mér er alveg sama þó að morrison hafi ekki verið heila viku, hann verður bara að víkja fyrir merkari mönnum).

Annars er ekki margt annað að frétta. þessvegna langar mig að nota tækifærið og skella inn þessari kómísku ádeilu á klámflóru internetsins. enjoy.

TOP 10 MOST NONSENSICAL PORN LINKS.

1. All nude cheerleaders - if they're nude, how do we know they're cheerleaders?
2. Two lesbian lovers - obviously; if there was only one, how would we know she's a lesbian?
3. Voyeur pics of girl bathing in the shower - what else would she be doing in the shower?
4. Amateur nurse strips for you - sorry, but I only want real RNs to strip for me, thanks.
5. Dirty maid poses for you - if she's dirty, she's not a very good maid, is she?
6. Unnatural tentacle porn chicks - as opposed to, natural tentacle porn? Gotta love those unnatural tentacles.
7. Amateur housewives take it off - because professional housewives would never stoop so low.
8. Lesbian women loving one another - lesbian women, so you don't get them confused with lesbian men.
9. Naked strippers - either they're naked, or they're stripping. Can't have both, chum.
10. Anything involving gerbils - because that's just wrong.


band dagsins
The Ebsen (ég er nefnilega næstumþví í þessu bandi)

miðvikudagur, maí 05, 2004

Ég var að enda við að upplifa yndislega kósí endi á ljómandi degi. En eins mikið og mig langar að hella úr skálum stundar-hamingju minnar, þá ætla ég ekki að missa mig í egóisma í bili. Í staðin vil ég koma tvennu til skila;

Ég elska Pedro the Lion. Pedro the Lion er fyrir alla. Pedro the Lion er fallegur og yndæll, og sendi mér tildæmis svona fallegt kort fyrir ekki all-löngu



það var samt ekki hann heldur bara jade-tree sem sendi mér kort. en mér finnst huggullegt að ýminda mér að það sé til lítið ljón sem heitir Pedro og sendir mér falleg póstkort. En ég má nú ekki alveg láta ljónahrokann yfirtaka mig (jú ég er að tala um stjörnuspeki núna) og sætti mig þarafleiðandi við að ljón (spendýrin semsagt) kunna hvorki að senda póstkort né semja tónlist. En tildæmis kann þessi huggulegi maður það hinsvegar. Og hér má hlíða á fagra tóna hans og litla ljónsins.

Síðara málefnið, sem ég vildi koma til skila er að í dag tók ég ákvörðun. Ég ætla að læra arabísku. Ég er svo undarlega heilluð af tungumálinu, tónlistinni, menningarheiminum einsog hann leggur já og auðvitað magadansinum. Þessi heillun náði hámaarki áðan þegar ég skellti mér ásamt mömmu á myndina Hidalgo þarsem ég horfði á Viggo Mortensen þeysast yfir eyðimörkina á villihesti og mörg önnur undur og stórmerki. Mamma mín tilkynnti mér svo á þessari líka fullkomnu tímasetningu að næsta haust yrði líklegast hægt að læra arabísku í endurmenntun og semsagt, það er planið, allavega einsog stendur.

meira var það ekki í bili.

band dagsins:
Snow patrol. æ ég fór bara alltíeinu að hugsa um þá, þeir eru svo föngulegir og catchy.

þriðjudagur, maí 04, 2004

Þá er franskan tækluð. Það gekk bara prýðilega, þrátt fyrir lítinn undirbúning og þörf mína á að æla yfir prófið (lasleiki og weakness). merde.

Ég vil tileinka þetta post vinum mínum, og reyndar bara öllum þeim sem ég hef dálæti á og gera dagana mína örlítið betri, þó ekki sé nema með því að brosa til mín. Í eitt skipti fyrir öll sýndu vinir mínir mér í gær að a) þeim er ekki sama um mig, og b) margt er mikilvægara en að læra fyrir próf.

Ég vil tileinka þetta vinkonu sem er alltaf til í frískandi mótmæli og frískamín þó hún þurfi að læra, og deilir með mér þeirri skoðun að það er mikilvægt að, tja, hafa skoðun.

Ég vil tileinka þetta vinum mínum sem hugsa til mín og hringja í mig, jafnvel til að skipa mér að drattast í grasagarðinn með fullan bakpoka af frönskubókum og mat, til þess eins að sitja í sexhyrntum sveittum garðskála, éta eins og geltir og deila með hvort öðru gleði okkar og sorgum, milli stöku hláturskasta.

Ég vil tileinka þetta awesome vinum, einsog þeim sem bankaði uppá klukkan eitt síðastliðna nótt, þegar ég var alveg að farast úr þreytu og teugaveiklun yfir að vera ekekrt byrjuð að lesa frönsku, og kom færandi hendi með nýja músík, niceness, og setninguna "jeez, take a chill pill Júlía. þú ert góð í frönsku, farðu bara að sofa".

Þið vitið hver þið eruð, you make my day <3

Vegna þess hve óheyrilega væmin ég er búin að vera, vil ég minna á þetta, og þá staðreynd að í morgun rifjaðist upp fyrir mér félag sem ég var eitt sinn hluti af, en það gekk undir nafninu B.G.A.H.C., aka BGA Hard Core, aka Bitter Girls Against Happy Couples. Ég hef nú ákveðið að dusta rykið af félaginu og start fighting again, jafnvel þó að ég sé eini meðlimurinn sem er eftir. Ef þú, lesandi góður, ert hamingjusamt par... þá þykir mér þetta leitt.

plata dagsins:
Paris, Texas - Like you like an arsonist (en lagið one hot coma af plötunni má líklega finna hér)

quote dagsins:
Logi: labbiði á undan mér. ég ætla að sýna ykkur hvað ég get náð ykkur hratt. ÉG ER HRAÐARI EN INTERNET-TENGINGIN ÞÍN!!

refsistig dagsins
fær snakk með kjötbragði. hvað er málið, fyrst voru það beikon-bugður, núna er það Maruud með PEPPERONI bragði!! Getur fólk ekki bara skellt kartöfluflögum á peperoni pizzuna sína og sagt það gott??


mánudagur, maí 03, 2004

Ég ætla að byrja á því að þakka fyrir öll fögur orð í garð minn og bloggsins míns. Takk. Þið, lesendur góðir, eruð einnig fögur sem oturgjöld.

Ég fór einmitt í mitt fyrsta próf áðan, íslensku 203 og er ég bara fremur jákvæð á það. núna fer þetta bráðum að verða búið. Er það bara ég, eða bloggar fólk yfirleitt tíðar þegar það á að vera að lesa undir próf? jah jeg skal ikke sige.

Talandi (um) dönsku, áðan var mér sent heim fyrsta tölublað af ofur-hip danska ungkvennablaðinu Sirene. Móðir mín gerðist áskrifandi af því fyrir mína hönd þarsem henni er mjög annt um dönskukunnáttu mína, en þetta blað varð fyrir valinu vegna þess hve uppfullt það er af fáránelga nice køben-tísku (og öll vitum við jú að ég er fárveik fyrir fallegum fötum), lortelækkere fyrer og piger, svo ég minnist nú ekki á feiknafeitar greinar og viðtöl við klassa fólk á borð við the strokes og dolly parton.

bottom lineið er: a) blaðið fær mín meðmæli, og b)mamma; þú ert svöl.

eftir að hafa blaðað aðeins í rititnu skellti ég mér einmitt niðrá austurvöll til að mótmæla samræmdum stúdentsprófum í annað sinn þessa vikuna. Þetta voru mjög frískandi, sutt, hnitmiðuð og yfirleitt sneddí mótmæli. Lófatak fyrir því

ég vil ljúka þessu sessioni með ásjónu höfundar þessarar litskrúðugu bloggsíðu. Þessi mynd hefur verið að slá í gegn á msn messenger (meðan ég man, ég skora á ykkur að semja nýyrði yfir messenger) og vekur þar mikla lukku sem avatar mynd. ég mun nú birta hana í skemmtilegri búningi. að þessu sögðu, kveð ég að sinni.



plata dagsins=
27 - Animal life (þetta gæða fólk mun spila hér á landi 17. júní og jafnvel oftar en einusinni... indie mellur og aðrir unnendur rólegheita og fegurðar; kynnið ykkur þetta!!)

sunnudagur, maí 02, 2004

bigmouth hérna. striking again. hlöhlölhölhö.
prýðilegur dagur, sem er ekkert svo prýðilegt þarsem ætlunin var að eyða honum í stífan lærdóm. En hérna.... ég fór í kröfugöngu. það var afar frískandi, mér leið algjörlega einsog ég væri að leggja mitt af mörkum, enda að mótmæla málefni sem mér hefur verið afar heitt í hamsi gagnvart síðustu daga. Liðið frá MH var fremur fámennt en mjög góðmennt, og mér var úthlutað skilti með því glæsilega slagorði samhæfing er sóðaleg. Restin af deginum fór svo bara í eithvað helvítis kjaftæði. mjög kósí samt. Fyrir utan þegar ég labbaði innum vitlausa hurð hérna heima og missti hálfa heyrn af völdum þjófavarnarsírenunnar. Svo hringdi einhver securitas gaur í mig alveg tjúllaður yfir því að ég kynni ekki leyniorðið og þjófkenndi mig.

ég mun hér með þjást af post traumatic stress disorder

meira var það ekki, en ég vil jú þakka henni Ingu Ausu fyrir að hafa talað mig útí að blogga. sjáiði nú bara litadýrðina sem kom útúr því. Ég er líka búin að vera að dunda mér við að bæta við og lagfæra, more to come.

músík dagsins:
the Von Bondies
Thursday <3
TV on the Radio - young liars EP (en þeir blogga einmitt hér)

laugardagur, maí 01, 2004

Jæja. Þá er ég búin að eyða nóttinni í að gera þetta allt fínt og dandy, og er orðin hæfilega sifjuð. Ég bjó til þessa fínu könnun og allt, en jah... ég veit ekki með ykkur, en hún vill ekki sýna mér íslenska stafi, bara kassa og einhverja kínversku. hm? það komu heldur ekki kommur yfir nafnið mitt, sem er svosum lítilvægt, og svo á ég eftir að bæta við linkum. ananrs er ég svona frekar sátt.

ég vil biðjast velvirðingar á þessu leiðinlega tæknilega posti. meira næst.

band kvöldsins: Sebadoh

Kæru potential lesendur. Ég heiti Júlía og get ekki sofið. meira var það ekki.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com