<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 27, 2005

mikið partí-líf þessa helgina. annars er ég ekki mikið fyrir slíkt. veit einhvernvegin aldrei hvað ég á að gera við mig.

annars fór ég í afmæli hólmfríðar helgu á föstudaginn. það var kósí. þangaðtil allt fylltist af fólki sem var fyrir og m.a. stal símanum mínum. fremur unpleasant.

í gærkvöldi var ég svo viðstödd afmælisteiti skötuhjúanna Sigurðar Alexanders og Guðrúnar Töru. Það var svo kallað búninga-partý og ég mætti sem leigumorðingi, eins og sést á eftirfarandi mynd:



þó voru uppi getgátur um að ég væri t.d. uma thurman í pulp fiction, la femme nikita og gellan úr run lola run. jahérna hér.

það var gaman að fara í búning en svo týndi ég varalitnum sem ég var með og það var bara alls ekkert gaman. ég glata líka alltaf öllu sem ég reyni mest að týna ekki.

ég hef mikið verið að spá í hversu skrítið það er að vera ekki með nafla. hvernig veit maður þá hvar miðjan á manni er?

fleira var það ekki.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

huggulegt að eiga nokkra dygga stuðningsmenn sem nenna að lesa um mitt annars fremur viðburðarlitla líf.

já hvað skal segja?

til dæmis: Í gærkveldi spilaði huggulegaheitasveitin We Painted the Walls á sínum 2. tónleikum, en þá spiluðum við á sviðinu í sjálfum norðurkjallara sem er kanski svona meira staðurinn sem ég eyði frekar miklum tíma á í að borða, drekka kók, sofa og lesa enskubækur. Samsagt, tónleikar þessir voru haldnir á heimavelli, og þrátt fyrir að ég hafi svolítið oft munað ekki textann, farið að hlæja í miðju lagi eða ég veit ekki hvað þá gekk þetta alveg framar vonum vel. við fengum mjög góðar viðtökur og ég þakka fyrir mig. kanski koma myndir bráðum, hver veit.

í örðum fréttum er eiginlega bara ekki neitt, auk þess sem ég hef ekki uppá margar áhugaverar vangaveltur að bjóða. Ég er búin að vera að horfa subbulega mikið á video einsog vanalega (kanski smá videogagnrýni næst, nenni því ekki núna), auk þess leikhúsin hafa fengið athygli.

Í kvöld ætla ég að fara að sjá Brotið í hafnarfjarðarleikhúsinu, sem er mjög spennó. Eða það fannst mér allavega eftir að ég hafði staðið góða stund fremst í Íslenskustofunni og æst mig töluvert í leiklestri á hluta handritsins.

Ég vann líka tvo boðsmiða á forsýningu constantine í kvöld. en þar sem ég á leikhúsmiða get ég augsýnilega ekki farið. það er leiðinlegt. Hver vill koma með mér a sjá constantine seinn, fyrir peninga?

Jæja núna ætla ég að fara að lesa njálu. aftur. sem er frekar mikið sköll. en ég er líka alveg sköll stressuð yfir öllu sambandi við þennan skóla. ég verð nefnilega að ná öllu því að annað passar ekki inn í planið.

áfangar næstu annar voru tilkynntir í dag... ég er að spá í: íslensku 403, frönsku 403, ensku 503, grunnáfanga í efna og eðlisfræði, lífsleikni, líkamsrækt, listasögu (fram að endurreisn), myndlist 153, sálfræði kvikmyndaáfanga og frönsku 233 sem snýst um ferð til parísar.

mig langar samt rosalega líka að fara í ensku disney-áfangann og heimsbókmenntir.

afhverju getur maður ekki valið eingöngu skemmtilega áfanga?

...p.s. ef ég væri þið myndi ég frekar ghorfa á Americas Next Top Model en að lesa svona hvunndags þvaður. A.N.T.M. er nefniegla svo uppbyggilegur þáttur.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com