<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, janúar 18, 2007

Ég byrjaði að skrifa þessa færslu á keflavíkurflugvelli meðan ég beið eftir að fara um borð í vélina mína til New York, en núna var ég að vakna eftir fyrstu nóttina mína á níundu hæð loeb hall (sem er dormið mitt á 12. götu manhattan fyrir þá sem eru í myrkrinu). Til hamingju með að vera að lesa fyrstu færsluna mína sem skrifuð var í 2 löndum.

Jólafríið á íslandi var dásamlegt en mér finnst samt einsog síðastliðna nótt hafi ég verið að sofa vel í fyrsta skipti í fríinu, þar sem ég lá andvaka á hverju kvöldi heima í herberginu mínu allt fríið en sofnaði einsog steinn strax hérna í NY í gærkveldi. Ég held það tengist eitthvað geimfarakoddanum mínum og hávaðanum á götunum hérna. hann er svo svæfandi, eins mikil mótsögn og það er. Sofnaði svo fast að mér tókst að svara í símann án þess að vakna, en eftir að morgan vinur minn hafði talað í svolitla stund og ég var farin að ranka við mér sagði ég bara "hver er þetta?? og afhverju ertu að tala útlensku??"

Ég viðurkenni fúslega að ég er skíthrædd við að byrja aftur í skólanum, aðalega vegna mikillar ólukku með stundartöfluna mína. ég fékk alla afgangs kúrsana, analytical drawing gé hjálpi mér.

Ég veit að ég skrifa vanalega ekki svona mikið hérna, en það er voða lítið annað að gera en skrifa og hafa áhyggjur þegar maður er vaknaður kl 10 og þeir fáu sem eru komnir heim á dorm eru enn sofandi. Ætli ég klári ekki að pakka upp á eftir, tilkynni mig til útlendingaskrifstofunnar og skelli mér kanski í nokkur dansspor og félagskap í brooklyn í kvöld.

ég borðaði svo yfir mig af ódýru og gómsætu sushi í gær að ég held ég sé ennþá södd.

en hérna eru nokkrar myndir sem ég fékk framkallaðar heima á íslandi. horfið og njótið.





















This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com