<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, október 29, 2004

props til fólksins sem vill sjá mig bloggi. þið eruð indælis kjánar.

stutt summary af airwaves, það sem ég sá: (það sem ég sá bara 1-3 lög af er skáletrað)

to rococo rot
adem <3
hood
slowblow
four tet
Úlpa
Ensími

sahara hotnights
Dáðadrengir <3
Magnet <3
kid koala <3
hjálmar
hot chip <3
lights on the highway
kimono
mugison
vinyl
singapore sling
the stills
the shins <3
trabant

það var fullt af einhverjum útlendinga vitleysingjum sem vildu taka myndir af fötunum mínum. mér fannst það fyndið. ég á víst að birtast hér í febrúar, ásamt henni Evu katarínu. crazy crazy. ég hef hér með skipt airwaves út fyrir jólin hvað varðar tilhlökkunarefni vetranna

í öðrum fréttum er ekkert sérstakt.

ég er bara eitthvað svona að reyna að pulla þennan vetur sæmilega og valda engum stórslysum. gegnur ágætlega so far. sit núna og raula með laginu "my mom, my friend, my girlfriend" (?!) sem logi nokkur höskuldsson samdi og við meðlimirnir (semsagt ég og hann) í hinni tiltölulega nýbökuðu hljómsveit 'we painted the walls' munum flytja bráðlega í... jú húsnæðinu sem við máluðum í sumar. meira um það fljótlega, semsagt þegar nær dregur.

ég mæli með: magic moon te-i (undarlegt finnst mér að beygja orðið te). gúrmei te, og gott á stundum einsog þessum, eftir að hafa verið gripin ofsahrolli snemma kvölds á kaffibarnum, strögglað við að halda sér vakandi grafin undir yfirhöfnum með annað augað samt eitthvað svona zombie like og vaknað svo lyktandi ensog ég hafi sofið inní sígarettu. semsagt. magic moon = gott te. fæst í te og kaffi.

props til fólks vikunnar, hérlendis og erlendis, sem gerir veturinn bærilegan:
mamma&pabbi&stóra sis
Evra Katrín og tvíburasystir hennar Vera Platsvín
Hrafnhildur aka. Raven-Warriorprincess
Matthew fantastic
líka bara allt fallega og skemmtielga fólkið sem var saman komið á iceland airwaves. héld ég hafi aldrei séð svona stórt safn af myndarlegum einstaklingum á íslandi og þessa síðustu helgi.

sjónvarpsefni aldarinnar: america's next top model

plötur vikunnar: (sem ég nenni ekki að skrifa heitin á afþví ég er dead in the head núna)
joan of arc
the shins (making memories)
Adem
pretty girls make graves

-Júlía

föstudagur, október 08, 2004

lesandi: vá júlía, bara að blogga straks aftur? svona snemma?? þetta er ekki þér líkt.

júlía: jújú, ég geri það nú samt. enda er ég best.

takkfyrir.

á airwaves langar mig að sjá:

Fimmtudagur

Grand Rokk
23:30 I Adapt
00:15 Klink

Nasa
00:00 Sahara Hotnights (SWE)

Reykjavik Art Museum - Hafnarhúsið
19:00 To Rococo Rot (GER)
19:45 Adem (UK)
20:30 Hood (UK)
21:15 Slowblow
22:00 Four Tet (UK)

Föstudagur

Grand Rokk
23:30 Isidor
01:45 Lights on the Highway

Gaukur á Stöng
23:30 yourcodenameis:milo (UK)
00:30 Minus

Þjóðleikhúskjallarinn
01:30 Hudson Wayne
02:15 Kimono

Nasa
22:00 Dáðadrengir
23:30 Kid Koala (CAN)

Laugardagur

Gaukur á Stöng
22:45 Singapore Sling
23:30 The Stills (CAN)
00:30 The Shins (USA)

Nasa
21:30 Mugison

...enda á ég armband og er best.

í kvöld hætti ég við að fara á leikfélagsæfingu og/eða ræðunámskeið: kvöld tvö vegna þess að Eva Katarína hin fagra bauð mér í bíó. myndin (cellular) var svo slæm, að hún varð svona einhvernvegin undarlega ánægjuleg. skemmtilegast fannst mér þó þegar ég sagði útí bláinn við hana evu "uppáhalds kærastinn minn" þegar auglýsing með einhverjum subbulegum gaur kom á tjaldið í hléinu. meðan við héldum áfram að vera mjög hversdagslegar ákvað konan við hliðina að glápa á mig einsog ég væri fresh útaf kleppi. ég hló í u.þ.b. korter af henni.

ef ég hugsaði einhvertíman eitthvað áhugavert í dag, eða bara einhvertíman á ævinni, þá er ég búin að gleyma því núna. þessvegna ætla ég bara að skella inn link á Tuma litla og call it a day.

playlist:
brighteyes
astara
desaparecidos (gott dót.)

endirmiðvikudagur, október 06, 2004

Nú segi ég og skrifa einsog hún Hrafnhildur vinkona mín: sko þetta er einfalt, ég skal bara blogga takk. Því jú, langt er vissulega um liðið síðan síðast, enda ég upptekin, og löt = ekki góð blanda. Þannig mínir dyggu aðdáendur (sem ég get nú reyndar auðveldlega talið á fingrum annarrar handar) geta tekið gleði sína á ný.

nú jæja. Það hefur nú svosum hitt og þetta drifið á daga mína en ekkert of markvert þó. Jú ég lærði að keyra, persónulegur stórsigur, og tekst nú á við það að tjah... halda áfram að kunna það. Beneventum er lookin good, ég tók mér pásu í magadansi sökum annríkis og veit ekki neitt í leikfélaginu. Það er voða eitthvað exotic þetta árið.

Á dagskrá í október: að vera dugleg, svona einusinni á ævinni, að mæta á seinni tvö kvöld ræðunámskeiðsins sem ég villtist inná í gærkveldi og mæli jafnframt með. Að vera yfirgefin af foreldrum ítrekað (partí hjá mér!!!!!!&%#! nei þetta var grín. en þú mátt koma og borða popp í sófanum mínum ef þú vilt), keyra ekki á girðinguna (...aftur), svo ætla ég á airwaves einhvertíman... einhvertíman? og að sjá þetta:látum okkur sjá. ég vil nú ekki röfla mikið eða segja neitt áhugavert yfirleitt í bili, bara svona rétt koma ykkur á bragðið aftur. Skemmtilegt væri þó að benda á að hápunktur vikunnar minnar er alltaf á miðvikudagskvöldum (eitt slíkt var einmitt í kvöld), en þá sest ég niður fyrir framan skjá einn og fylgist æsispennt með Americas Next Top Model. Ef þú ert dyggur aðdáandi skulum við endilega hittast yfir tebolla og ræða það nánar. Ég borðaði ís yfir þessu í kvöld, milli þess sem ég lærði fyrir stærðfræðipróf og velti fyrir mér hvort ég myndaðist bara svona illa eða hvort ég væri jafn herfilega ófríð og raun ber vitni á skaramúss myndinni minni. semsagt mjög basic kvöld og svona... stelpulegt?

Að lokum vil ég benda á nýjan ref, ný link (Erla, xingix, Haffi methool, Halli og Eva Rós), og enn fremur vil ég benda á að ég hef fjarlægt nokkur nöfn af linka listanum sökum slaka bloggun. Eftirfarandi fengu að fjúka: Birna Þrastar, Kári Finns, Fanney Sísí og Saga mín (athugasemdir við þetta brottnám vel þegnar). Fólk sem er á hættusvæði: Aldís (of góðar sögur til að þorandi sé að fjarlægja þær straks), Eyþór (pas på), Vera og Helga (Bene-buddies fá séns) og hann Atli minn Bender (hann er svo lekker að hann fær aðeins að vera).

a.t.h. að foxy MHingar gildir bæði um núverandi og fyrrverandi. eitt sinn MHingur, ávallt MHingur, nema þú hafir hatað dvölina þá færðu ekki að vera með.

mín var ánægjan.

bíla-playlist:
Mugison - Niceland promo
Taking back sunday - tell all your friends
the moldy peaches - s/t


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com