<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, júní 17, 2007

Hæ. Ég var að sækja filmur úr framköllun í fyrsta sinn í ameríku. Fann kósí og gæðalegan stað þar sem ég fæ stúdenta afslátt. Það er skrítið að skrifa á íslensku afþví ég er búin að tala amerísku á hverjum degi í 5 mánuði. Ég fer heim eftir 10 daga. það er óhugnlegt og ótrúlega spennandi. ég vil helst ekki hugsa um það afþví það stressar mig og það eru 3 manneskjur hérna sem ég á eftir að sakna gríðarlega mikið. 2 þeirra eru á þessari filmu, sá þriðji kemur á þeirri næstu sem ég framkalla. mig langar í góða ensk íslenska / íslensk enska orðabók, svona alvuru stóra og þykka bók, en ég yrði að finna hana hér afþví það er erfitt að bera svoleiðis yfir atlantshafið.

allavega. Þessar myndir eru af myndavélinni minni annarsvegar og úr einnota lomo colorsplash vél hinsvegar njótið vel.

Uppáhalds systir mín með uppáhalds frænku mína í maganum, myndað í jólafríinu.


Rachael í Washington Square Park á einum af fyrstu góðviðrisdögunum. Við sátum í gosbrunninum og töluðum lengi um mikilvæga hluti.


Mona í fyrrverandi eldhúsinu okkar. Rachael Bjó ekki með okkur en hún var alltaf þar. Þarna stendur hún inná baði fyrir framan leiðbeiningar um hvernig á að meðhöndla túrtappa og getnaðarvarnir. Ég sakna óviðeigandi (eða kanski gríðarlega viðeigandi?) baðherbergisskreytinga.


Mona bakaði alltaf afmælisköku þegar einhver á hæðinni okkar á heimavistinni átti afmæli. Þessi kaka var handa Pat sem bjó hinumegin við ganginn. Hann talaði aldrei um annað en hversu mikið hann hatar ameríku og forsetann þannig við ákváðum að láta hann borða fánann.


Charlie fyrir framan glæsilegu eldhúsveggskreytinguna sem ég bjó til einn morgun.


Ég fór á I Adapt tónleika New York. Þeir spiluðu á litlum stað sem heitir ABC no rio og er rosa hress. Ég hafði farið þar áður á pönktónleika með morgan vini mínum. Þar var skrítið og mjög gaman að sjá amerísku krakkana missa sig yfir einhverju sem ég var að missa mig yfir fyrir 5 árum.


"it's not possible for icelandic people to be hipsters, they're too cool" -amerískur pönkari


Eric. Pikknikk í Union Square Park.
-------

lomo:

Hrafnhildur kom í heimsókn þegar ég var í vorfríi. Einn daginn þegar við vorum að labba um og versla ákváðum við að borða á sveittasta amersískasta stað sem við fundum. það var hresst, maturinn var frekar slæmur og mjög sveittur.


Góðar stundir á heimavistinni með Daniel og Hrafnhildir:


Andrew í fyrrverandi eldhúsinu mínu. Við ætlum að búa saman í haust.


Hrafnhildur er alltaf glamúrus.


Eric í fyrrverandi herberginu sínu.


glamúrskot af eric uppi á þaki hjá annie:


bjórar og fliss uppi á þaki hjá annie:


Adrian og Mark. Adrian reynir að telja fólki trú um að hann sé gagnkynhneigður. þessi klæðnaður er ekki að hjálpa.


"Hey girl heeeyyyy". Finnanum lýst ekkert á þetta.


Vafasamar partímyndir af Morgan.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com