<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 25, 2007

Hérna eru nokkrar myndir sem gleymdist að setja upp á þessa síðu þegar ég framkallaði síðast. annars er minna að gerast í ljósmyndalífi Júlíu en ég hefði óskað mér. Einhverstaðar er fljótandi kláruð filma og einnota myndavél sem þarf að framkalla. Ég er búin að finna góða stofu en þarf bara að nenna að fara þangað. eh.

stafræna myndavélin hvarf mér til mikillar sorgar, ætli ég fari ekki og kaupi nýja bráðum. ekkert fancy. Ég á eitthvað af stafrænum myndum sem ég gæti mögulega skellt saman í einhevrskonar "fyrsta árið í njú jork" post þegar ég fer heim til íslands í júlí. Talanid um ísland, ég hlakka agalega til að koma heim, eins mikið og ég elska sumarið í New York. Ég hlakka til að hitta fólkið sem er á þessum myndum:


Þarf ég að segja eitthvað meira?


hálf fyndin mynd af algóðu fólki.


hún er glæsileg dama hún Vera.


Tobbi fæddist árið 1984.


Aldís er engu síður glæsileg.


Þetta er Siri. hún bjó á íslandi sumarið 2006. Ég veit ekki hvenar ég mun sjá hana aftur en vona að það verði einhvertíman.

---

Á næstu önn fer ég í web design kúrs. þá get ég kanski galdrað einhverja sniðugri hýsingu fyrir ljósmyndirnar mínar. þið getið fylgst spennt með. eða fylgst róleg með. allavega, fylgist með.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com