<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 21, 2005

Katrín ber ábyrgð á þessu:

Komentaðu nafninu þínu og..

1. Ég segi þér eitthað handahófskennt um þig.

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.

5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.

7. Ég segi þér eitthvað sem bara þú og ég skiljum.

8. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt.

Ég skil ekki afhverju ég er að þessu...

þriðjudagur, desember 13, 2005MYNDAKITL:

ég var "kitluð" af atla sig og veru og alveg öllum. spurningarnar þeirra voru mismunandi þannig ég tók svona sitt lítið af hvoru. njótið.

7 hlutir sem ég get gert:

2. teiknað
3. saumað
4. dansað magadans
5. stafsett
6. klárað fulla skál af poppi
7. skrifað tímaritgerð

7 hlutir sem ég get ekki gert:

2. borðað lakkrís
3. gert pulsubrauð með tungunni
4. smellt fingrum með hægri
5. armbeygjur
6. látið mér vaxa yfirvaraskegg
7. munað ártöl

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:

2. búa í hjólhýsi/báti/einhverju sem hreyfist
3. verða fræg
4. þykjast vera strákur og láta einhvern trúa því
5. fara til japan
6. sjá lemúr
7. fá mér cremaster tattú og gat í miðnesið

7 orð sem lýsa mér vel:

2. hávaxin
3. horuð
4. bitur
5. feimin
6. sleazy
7. róleg

7 orð sem ég segi oft:

2. æji andskotinn
3. oh allt er ömrulegt, ég dey!
4. þetter tryllt
5. geðveikt
6. detti mér nú allar...
7. bðö

7 hlutir sem ég sé núna:

2. rakvél til að raka föt a.k.a. lint shaver
3. saga listarinnar, bók um lsitasögu
4. kettle chips all natural hand cooked snakk
5. kaktus
6. ísskápur
7. myndavél (dö)

7 hljómsveitir sem ég dái:

2. xiu xiu
3. the knife
4. buck 65
5. M.I.A.
6. the dandy warhols
7. dizzee rascal

7 frægir menn sem ég hef einhvertíman verið skotin í:

(aka vincent gallo)
2. harmony korine
3. macaulay culkin
4. adam green
5. alden ginger úr the unicorns
6. courntey taylor taylor úr the dandy warhols
7. jake gyllenhaal (þegar ég var 15)

mánudagur, desember 12, 2005

yoho það er mér heiður að tilkynna að bloggið mitt, semsagt þetta hérna, var tilnefnt af Atla Bollasyni sem besta kvenmanns-blogg árið 2005, sjá gæðastimpil okkur á vinstri hönd.

Annars er fátt fréttnæmt nema jú nýr refur og ég verð frjáls frá prófadjöflinum eftir 2 daga. Þá, semsagt 14. Des, munu We Painted the Walls spila á tónleikum á gauk á stöng kl 20:00 ásamt Megasi og fullt af rokkurum með sítt hár og læti. svo verð ég bara að vinna einsog hestur fram að jólum en vonandi fæ ég aðeins að anda milli jóla og nýárs og horfa á video, teikna, sauma, fara í jólaboð, gera mixtape og loksins framleiða WPTW demodiskana sem nokkrir útlendingar bíða spenntir eftir síðan á airwaves.

...ég held ég sé alltöf löt og ómetnaðarfull til að vera í hljómsveit.

já svo er ég búin að fá svona kitl tvisvar. jéminn. best að leggja höfuðið í bleyti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com