<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 28, 2005

Ég var semsagt klukkuð. Ég tek því vissulega með sæmd og ætla að taka áskorun Halla og setja fram 5 staðreyndir um sjálfa mig með myndum. Þó er hér ekki nýtt myndablogg á ferð, ég er nefnilega ennþá svo skítblönk eftir frakklandsferðalagið að ég hef ekki efni á að framkalla restina af myndunum úr því fyrren eftir mánaðarmót. En örvæntið ekki, ég gramsaði og gróf eitthvert lengst inn í myrkviði töfluskriflisins hérna fyrir framan mig og fann alskonar myndir. svo hér er afraksturinn.

STAÐREYND 1.

Byrjum á byrjuninni. Afhverju er ég svona svöl? Jú, það getur varla stafað af öðru en glæsilegri genasamsetningu. eins og sjá má á eftirfarandi voðalega fínu nafnaskírteinum var mamma mín ein af þessum goðsagnakenndu versló-chicas og pabbi minn hélt að hann væri í hljómsveit sem varð ekki til fyrr en um 30 árum síðar og kallar sig franz ferdinand....þó er víst að ég verð aldrei jafn svöl og reykvísku kapparnir í sverðaklúbbnum 'brugðið bröndum' voru forðum:STAÐREYND 2.ég sakna greip-trópí alveg óskaplega. og ég sakna gulu elvis skónna minna næstum því jafn mikið. einhvertíman ætla ég að mixa einhverskonar skó-prodjekt. Þá ætla ég að mynda uppáhalds skónna mína gegnum tíðina sem ég hef flesta labbað á göt og í tætlur og segja hvar þeir hafa labbað. (mynd tekin á patreksfirði 2002 eða 2003.)

STAÐREYND 3.

...talandi um slík pródjekt, þá get ég alveg sagt ykkur að ég er með hvers konar skrásetningu eða documentation á heilanum, ég geymi allt á skrái og mynda alveg obsessively og hef samhliða því óþrjótandi áhuga á minninu og hvernig það virkar. Það er tildæmis til mappa hérna í tölvunni sem er troðfull af einhverskonar sjálfsmynda-dagbók, sjálfsmyndir sem ég hef tekið og búið til af mér síðustu 3 árin, um 1 á mánuði. Einhvertíman langar mig að taka til í þessu og setja saman almennilega svona dagbók og gera hana fína. Til að þið skiljið betur hvað ég meina fáið þið hér sneak preview, 3 myndir teknar í ágúst 2003, 2004 og 2005, og hvað ég man frá þeim tíma sem myndin var tekin.

2003-08-17

Þessi er tekin þegar ég var enn í gamla herberginu mínu í kjallaranum. Ég málaði skápshurðirnar sjálf. Það var rauður lampi í því sem gerði andlitið mitt svona og tungan mín var svört afþví ég var nýbúin að borða krækiber sem voru týnd fyrir austan.

2004-08-27

Ég man rosalegea lítið í kringum þessa mynd. nema auðvitað að mér fannst voða gaman að krulla á mér hárið á þessum tíma. bolurinn sem var er í er orðinn of lítill á mig. myndin var líklega tekin í spegil.

2005-08-20

Á leiðinni til Péturs þarsem við auk Tobba og Veru héldum afmælisdaga okkar hátíðlega. sú síðsta sem ég tók áður en ég klippti af mér hárið, en það var reyndar hvorteðer allt dottið úr í hárlos disastri frakklands. ó hve ég sakna þess að hafa sítt og meira hár.

STAÐREYND 4.

þetta eru uppáhalds buxurnar mínar:

(buxur: frakkland. matthew barney cremaster 4 merki: guggenheim safnið NY. mixer: ég.)

Þetta er uppáhalds peysan mín:

(mynd: the birds ei kei ei júlía and the birds (hrafnhildurogarna). peysa: mambo, ástralskt merki sem heldur úti lítilli búð í London. fjöldi skipta sem ég hef hlaupið öskrandi um húsið afþví ég hélt að peysan væri týnd: 6497454. P.s. já ég er að borða eitthvað á þessari mynd.)

þægileg og ódýr föt eru uppáhalds fötin mín, og þessar flíkur báðar gæddar þeim kostum.

STAÐREYND 5.
að lokum fann ég hérna skemmtilega ljósmynd sem ég tók þegar ég var í 9. eða early 10. bekk að stíga mín fyrstu skref sem stílisti (og ljósmyndari). Módel: Eva Katrín, Guðrún Tara og Svala. Þessi mynd lætur mig alltaf hlæja (ég meina... hún er að setja heyrnatólin í smaband í rassinn á evu og er ekki með andlit! óh mæ.).
Image hosted by Photobucket.com

eftirmáli:
takk fyrir mig, ég ætla ekki að klukka neinn afþví að eins og allir sem þekkja mig eða hafa séð mig eða heyrt nafns míns getið vita er ég svo ógeðslega artí að ég er alveg að gubba yfir mig og pissa á mig af listrænu innsæi og það er of tímafrekt fyrir barnalega klukkleiki *KALDHÆÆÐÐÐÐNNNJ*


bæ.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com