<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, maí 29, 2005

mig langaði bara að láta ykkur vita að það er komið sumar.

lautarferð/hljómsveitaræfing:


ég skildi aldrei á hvað þær voru að benda.


klisja. en ahh.


dagur og sæmi og harmonikkan:


rúmið mitt/hljómsveitaræfing:


í sumar ætla ég að vera dugleg að taka myndir á á myndavélina mína. hún er rúmlega þrítug.

föstudagur, maí 27, 2005

Það var erfiður dagur í gær. held ég hafi sjaldan verið jafn mikið á barmi þess að springa úr stressi.

samt var þetta ekkert slæmur dagur. bara erfiður.

1. hluti: ég fór í vinnuna. eitthvað gæðaeftirlit var að gera úttekt á siglingastofnun og allt var í háalofti. allir voru hringjandi í alla en enginn svaraði í símann frekar en vanalega. þá sit ég uppi með að redda öllu. ég gleymdi nestinu mínu heima, það var eitt eða annað dýrshræið í matinn einsog venjulega og þegar kaffitíminn kom var uppáhalds kakan mín búin. sem betur fer sá einhver rafmagnsverkfræðingurinn örvæntinguna í augunum á mér (eða heyrði mig segja "neeeeeeiiiiiii!! kakan búin... *snökt*") og gaf mér sína köku.

2. hluti: við pabbi þurftum að bruna á met hraða á heislugæslustöðina til að láta taka í okkur blóðþrýstinginn. við feðginin gerum svo margt svona uppbyggilegt saman sjáiði til. hans var nú í lagi en ég fékk einhverja pappíra uppá að ég þurfti að láta taka úr mér blóðsýni. með stórri sprautu. og langan lista yfir alla þættina sem þarf að athuga í því. tja ekki hlakka ég til.

3. hluti: ég þurfti að fara heim og gera mig presentable (er til íslenskt orð yfir þetta?) á met tíma, bruna svo niðrí bæ í viðtal. þið sjáið betur um hvað það snýst þegar þar að kemur, en ég var allavega agalega stressuð fyrir það. að tjá mig í fjölmiðlum hefur aldrei verið mín sterka hlið... eiginlega er ég bara ekkert góð í að tjá mig við ókunnuga almennt. en það tókst. vonandi.

4 hluti: ég æddi heim, náði í hljóðfæri, loga og dag og brunaði niðrí hitt hús. undir vanalegum kringumstæðum hefði ég ekki verið neitt sérstaklega stressuð, en jéminn. ég var búin að að vera á hundrað allan daginn, plús það að við vorum bara að taka ný lög, mörg þeirra höfðum við æft mjög takmarkað, sum kanski bara einusinni eða aldrei. og logi var voðalega eitthvað... bara logi. Ég held ég hafi eiginlega bara aldrei verið jafn stressuð að spila. en. það hefði getað verið verra. og fólk var víst alveg frekar ánægt. þannig... þá er ég ánægð.

5. hluti: ég hljóp út þegar síðasta hljómsveitin var að spila til að ná að sjá matthew barney heimildamynd og stuttmynd eftir Barða á reykjavik shorts and docs. þær voru ofboðslega æðislegar. það sem var hinsvegar verulega stressandi við það að ég hafði ekki annarra kosta völ en að taka tambúrínuna, kúabjölluna og klukkuspilið með mér í tjarnarbíó. og auðvitað missti ég allt á gólfið þegar myndin var að byrja. það heyrist líka alveg vandræðalega hátt manni þegar maður gegnur um með tambúrínu í töskunni sinni, hversu vel sem maður reynir að fela það.

ég held að uppáhalds parturinn minn hafi verið þiegar við hrafnhildur fórum eftir þetta alltsaman á subway. ég gat loksins borðað eitthvað og svo slöppuðum við bara af, fengum okkur ólöglega margar áfyllingar á kókið og töluðum illa um stráka. það er alltaf hollt að enda daginn með vinum sínum.

en tja. þetta brjálæði ætlar ekkert að hætta. ég er að vinna ógeðslega mikið um helgina, þarf að mæta í svona 46374 stúdentsveislur á morgun plús að ég á miða á lady and bird. sem ég þarf að sækja í dag. plús að sækja myndir í framköllun og borga í sumarskólann sem ég mun byrja í á mánudaginn, ofaná vinnurnar mínar tvær. ætlar þetta engan endi að taka???

þessar lítilfjöllega lýsing á daglegu lífi mínu voru í boði fólksins sem er svo almennilegt að hringja ekkert svo mikið á siglingastofnun í morgunsárið.

p.s. Katrín: upp á hásetalistanum segirðu? ég tek þessu sem áskorun.

þriðjudagur, maí 24, 2005

ÉG ER BÚIN MEÐ 90 UNAÐSLEGAR EININGAR!!! ÍÍÍHAAA!

já ég þarf semsagt bara að eyða einu ári í viðbót í þessari menntastofnun þarna í hamrahlíðinni. það er bæði skemmtilegt og undarlegt. mér finnst ég hafa mætt fyrsta daginn minn þarna í gær, sjúklega feimin með græn axlabönd og nýbúin að klippa af mér allt hárið. alveg eins og strákur. Og svo eru núna 3 mánuðir í að ég byrji á mínu þriðja og síðasta ári þarna. jaaaahérna.

Ég fékk líka fyrstu tíuna á minni menntaskólagöngu. Ég fékk 10 í leikhúsbókmenntum. og ég átti það fullkomlega skilið.

Ég var að skygnast inní fortíðina áðan. las bloggfærslu sem ég skrifaði 24. maí fyrir akkúrat ári. mér finnst það áhugavert.

ég var alveg ofsalega hress fyrir ári. ég skil ekki hvað hefur gerst þetta seinasta ár sem gerði mig svona... svona eins og ég er núna. það er svosum fullt búið að gerast. en ég var allavegana gríðarlega hress og mér fannst allt ótrúlega skemmtilegt og mér fannst skólinn minn frábærastur í heiminum og voðalega skemmtilegt að vera upptekin.

ég trúi ekki að það sé heilt ár síðan pétur og vera stóðu á gólfinu þarna í gamla tréhúsinu nálægt tjörninni og sungu 'heyja beyja rassateyja!' og 'hún er salsakona með salsaþarfir, dansar salsa og borðar salsa' (eða var það ekki einhvernvegin þannig...) fyrir hana erlu elíasdóttur og gestina í stúdentsveislunni hennar. eini munurinn er sá að fyrir ári voru stúdentsveislurnar síðustu helgi en núna eru þær næstu helgi. þær eru líka svona 546. spennandi.

ég er búin að taka ákvörðun. þið vitið hvernig það er alltaf á svona '20 questions' dæmi, eða svona keðju-tölvupósti þar sem maður á að svara fullt af spurningum um sjálfan sig og senda svo vinum sínum (sem eru greinilega ekkert sérlegir vinir manns ef þeir vita ekki svona basic info). aaallavegana, þar kemur rosalega oft fram spurningin 'veldu nafn á framtíðarbörnin þín, eitt stelpunafn og eitt strákanafn.' eða eitthvað á þá leið. allir virðast geta svarað þessari spurningu nema ég. í fyrsta lagi, þá finnst mér nú bara hreint og beint óhugnalegt að fara að íhuga núna nöfn á börn sem að ég veit ekki einusinni hvort ég mun nokkurtíman eignast. í öðru lagi þá eru svona 834 strákanöfn sem mér finnst flott, en ég finn aldrei eitt einasta stelpunafn sem ég gæti hugsað mér að nota á eigið afkvæmi. en í gær rann það upp fyrir mér einsog í mig hafi slegið eldingu úr heiðskýru lofti. mér finnst Járnbrá ofboðslega girnilegt nafn. ég vil heita járnbrá. hversu töff er það? jæja. þá er það ákveðið.

p.s. skýringin á þessari löngu bloggfærslu: vinnan mín. jájæja.

mánudagur, maí 23, 2005

það er agalega tilgangslaust að eyða orkunni í að hata hluti.

það er næstumþví jafn tilgangslaust að eyða tímanum í að blogga.

þannig hér eru helstu staðreyndir síðastliðinna vikna, settar upp sem

myndablogg

svo sá ég þetta:á akureyri. þarsem ég sá líka ímislegt annað. tildæmis mun dónalegri myndir á þessari sýningu matthew barneys og gabríellu friðriks. og myndirnar hans hugleiks. og fötin hans guðjóns. og köku sem hét eftirlæti jóhannesar. og eurovision. blðöarg.

fleiri staðreyndir:

ég var geðveikt veik um daginn

mér gekk ekki vel að klára þessa önn og ég er að pissa á mig af stressi fyrir einkunnaafhendinguna á morgun

ég er búin að eignast tvo nýja vini og það er gaman afþví ég er ekki góð í að eignast vini

ég er að reyna að sannfæra sjálfa mig um að ég muni lifa af sumar á siglingastofnun við að flokka skjöl og þekkja algerlega engan í sundur og vera þarafleiðandi fremur léleg símastúlka.

mugison er besta onemanshow sem ísland hefur af sér getið

bloggið mitt varð eins árs einhvertíman... í byrjun maí. oh lordy.

en hérna... vá ég hata bíómyndir um ástfangið fólk. eða æji hérna... jájá. þið vitið.


eitt enn!


húslestur #2 mun eiga sér stað í hinu húsinu 26. maí, sem er það sama og næsti fimmtudagur.

það verða semsagt tónleikar. ég og logi spilum á þeim, semsagt we painted the walls. og ég vil að þið sem lesið þetta mætið afþví það verður kósí og við tökum eiginlega bara nýtt og spennandi efni.

það spilar líka fullt af öðru athyglisverðu fólki þarna. eins og einhver sem er kallaður doddi og einhver annar sem gæti alveg verið kallaður doddi líka og ég man ekki alveg meira en það er allavegana fullt.

og það kostar ekkert inn og þetta er klukkan 20:00.

endir

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com