<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þessi færsla gegnir eftirfarandi tilgangi:

a) að færa þessar blessuðu jólaballs myndir sem neðst, smettið á mér stingur svo voðalega í augu þarna efst

b) að eyða tímanum í hvað annað sem er en að gera sálfræði skýrslu. ég + skýrslur = no love. samt, ég + sálfræði = one love. en þið skiljið.

c) nýr refur. vek athygli.

d) tilkynna að ég er orðin stolt móðir.... beneventum. blaðinu verður dreift í hádeginu á morgun og ég er sátt með það.

e) tilkynna ánægju mína með nýju mjólkur umbúðirnarf) skipa ykkur að skoða síðu dagsins, sem og fleiri white ninja comics

fleira var það ekki

ég er að hlusta ábonnie "prince" billy & matt sweeney:
SUPERWOLF

p.s. mynd tekin í afmælinu hennar írisar, myndavélin var varla meiri í rúmmáli en vísifingurinn á mér. forvitnilegt.laugardagur, janúar 22, 2005

blog of boredom.

síðustus 10 mínúturnar sat ég og borðaði banana á náttfötunum fyrir framan veðurfréttirnar. það var enginn heima og þó ég hafi verið í brjáluðu stuði til að læra fyrripart dagsin (enda nokkur þörf á) þá á ég svo erfitt með það þegar enginn er í húsinu.

ég hef það svona temmilega sæmilegt, aðallega að reyna að þrauka af veturinn, enda hefur þessi verið einn sá kaldasti og dimmasti sem ég man eftir. æ mig auma.

í gærkvöldi fór ég ásamt Geira í afmælisboð til Írisar Stefaníu. þar var snædd aspassúpa í góðum hóp og var það vægast sagt kósí. þar sem ég hef hingað til ekki haft neitt áhugavert aðs egja ætla ég að hætta að skrifa núna og sýna ykkur í staðinn myndir sem ég og hrafnhildur styttum okkur stundir við að taka á 150 króna einnota 10-11 myndavél kvöldið sem jólaball MH var haldið. njótið (ég efast samt um það, gæði myndanna eru einsog búast mátti við, takmörkuð).


sjálfsmynd myndatökumanna. hrafnhildur er þessi sem er einsog hvolpur, ég er þessi sem er einsog fiskur. nei við erum ekki gular og bláeygðar, litrinir á þessum myndum eru bara frekar mikið sköll.


vegna óviðráðanlegra aðstæðna var mjög mikið vesen að komast á staðinn þarsem gleðin var haldin. þessvegna létum við fólkið sem hafði komið okkur í klandru sjá um að leysa málin, og styttum okkur stundir með því að pósa fáránlega hangandi utaní ljósastaur...


...jebb.

´
ennþá fyrir utan 10-11. Hrafnhildur: "ómægaaaaaaaaaaad eruði ekki í glymskröttunum?!"


loksins komnar á staðinn, þetta var fyrir utan. Tobbi og Pétur orðnir vel góðir á því, og ég veit EKKERT hver gaurinn er sem Hrafnhildur heldur utanum þarna hægra megin.


Haffi hárprúði & ég. með vatnsglas. kjút.


Hrafnhildur og Guðmundur, sem öðlaðist einhevrskonar deathray úr öðru auga í framkölluninni. glorious.

jæja, þetta var the best of the worst. nú dreg ég mig í hlé, ég ætla ekki að gera neitt í kvöld nema kanski skella upp nýjum ref. ef ég ákveð mig einhevrtíman hvar skal vera fyrir valinu. until next time...

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Þegar ég var að plana hvað ég gæti tekið mér fyrir hendur í jólafríinu, gerði ég alveg frekar vænan to do lista, en fékk þá ágætis comment fra lesanda sem hljómaði eitthvað á þessa leið: "
Heldurðu að þú hafir tíma fyrir þetta allt ? Maður ætlar sér stundum svo mikið en nær svo bara að gera brotabrot af því."

ég ákvað þá að eftir jólafríið skyldi ég fara aftur yfir listann og sjá hvernig mér tókst til. núna er akkúrat vika búin af skólanum og kominn tími til þannig hér er yfirlitið.

° já ég gerði jólainnkaup í 12 tónum og nexus, og bara almennt frekar feit jólainnkaup þarsem aldrei þessu vant fékk ég vel útborgað fyrir jól. húrra fyrir því. tékk tékk.

° ég náði á endanum að klára benna littla, en það var frekar mikið ströggl, sökum leiðinlegra keðjuverkana og eigin stresss. 1/2 tékk, get ekki beint kallað það "árás".

° tók til. er að takast ágætlega að halda þessu. húðin á mér náði sér líka á endanum eftir helvítis prófin. tékk.

° jebb. vann. tékk.

° já ég fór á jólaballið með henni hrafnhildi, það var alveg skrautlegt. verð eiginelga að játa að mér fannst fyrirpartíið hennar aldísar skemmtlegra. tékk. myndir úr einnota 10-11 myndavél sem við keyptum í eyrðarleysi á leiðinni á ballið coming soon.

° jebb, ég er hætt að drekka svona helvíti mikið kók, og hefi tekið upp ástarsamband við kristal plús. hann minnir mig á útlenskt vatn með bragði. tékk.

° stórasystir kom, var hér, en ég tók varla eftir því þarsem hún hafði svo mikið að gera, og reyndar ég líka. vonandi verður ekki of langt í næsta fund. þangaðtil... tékk.

° já ég fór í stórfélagsferð, en var ekkert sérlega 'tearin it up'. enda hef ég gríðarlega tilhneigingu til að fara í fýlu og fara að sofa mjög snemma í slíkum samkomum. svo voru einhverjir fávitar þarna að reyna að spúla af mér með brunaslöngunni. sem betur fer keyrði pési okkur heim eldsnemma... ferðin átti samt sína ljósu punkta. 1/2 tékk.

° útskriftarveisla veru átti sér sjað. ég át meiri ost en ég hef nokkurtíman innbyrgt í einu á ævinni og það var gaman. osta-tékk.

° nei, tí/ýndu jarðaberja-skrall á eftir að eiga sér stað. það væri geðveikt að leigja visitor Q fyrir það. á dagskrá!! ekkert tékk samt.

° ég fattaði ekki þegar ég skrifaði þetta að Logi var í Canada allt jólafríið. þannig auðvitað ekkert band-practise. 0 tékk.

° já. ég horfði geðveikt mikið. á eftirfarandi spólur:
Bollywood Hollywood (mjög skemmtileg. fínt cross milli bollywood mynda og... þolanlegra mynda. ég elska þessa blessuðu meinningu)
Dazed and confused (að horfa á þessa mynd ein/einn er eki málið. samt klassík. og milla jovovich... grr)
Batman (hvað get ég sagt? thumbs up til batman... ég sofanði samt)
Spun (já. eðal leikaralið. eðal druggie mynd... mér er alveg sama þó hún minni ykkur á requim for a dream vælukjóar.)
Eddie Izzard: driss to kill (geðveikt standup, ég er núna búin að sjá það u.þ.b. þrisvar. grín-klæðskiptinga-kóngurinn minn <3 )
the Barbarian Invasion (góð, en of þung og langdregin fyrir þáverandi ástand mitt. svaf vært yfir endinum)
the Secret window (depp: já. þessi mynd: nei)
Before sunrise (hann Natan vinnufélagi minn var svo elskulegur að skipa mér að sjá þetta, og ég var ekki fyrir vonbrigðum. góð mynd fyrir fólk sem nennnir að hugsa. mér fannst ethan hawk samt alger fáviti í henni... hlakka til að sjá before sunset)
Buffalo 66 (þessi mynd: já. vincent gallo: já!)
the Boondock Saints (enn og aftur. klassík. og ég er ekki vön að róma slíkar spennumyndir.)
Envy (algjört drasl, en samt bráðskemtilegt drasl, enda jack black meistarinn)
In America (full dramatísk, en fín ræma ti að glápa á með mömmu)
...semsagt, frekar feitt TÉKK

° já ég sá saw. það var awesome. nei við gistum ekki... afþví myndin var meira awesome en scary. 1/2 tékk.

° ég hélt jól. dö. tékkidítékk.

SEM SAGT.

að þessari upptalningu lokinni fæ ég 11 og hálft stig (tékk) af 15 mögulegum, og finnst ég hafa staðið mig bara fremur vel. best að halda áfram að vera dugleg og sofa smá. adios.

p.s. þessar myndir fást allar a videoheimum... *plug*. tékk.

miðvikudagur, janúar 05, 2005

í dag hófst seinni hluti menntaskólagöngu minnar. ætli öllu verði svo ekki lokið innan eins og hálfs árs? ég er hrædd.

eftir það keypti ég mér rad-ass dagbók og raðaði svo dvd diskum það sem eftir var fram að kvöldmat. eða svona. í stuttu máli.

núna er ég að pissa í mig.

fleira var það ekki.

fingers crossed á nýju ári.

plata vikunnar: neutral milk hotel - in an aeroplane over the sea (sætir endurfundir við þennna grip)
lag vikunnar: neutral milk hotel - oh comely
quote vikunnar:
"Your father made fetuses
With flesh licking ladies
While you and your mother
Were asleep in the trailer park "


Þessi músík er svo orkumikil, flott og jafnvel upbeat, en á sama tíma eru textarnir oftar en ekki fáránelga niðurdrepandi... það er eithvað rosalega glorious við þetta combo. minnir mig stundum á Xiu Xiu, nema þeir eru meira grotesque, bæði í tónlist og texta.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com