<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 29, 2004

ég var svona að spá...

a) afhverju get ég ekki bara byrjað að læra?

b) afhverju gerist alltaf allt á sama tíma?

c) finnst ykkur ég ekki svona nett lík þessum dreng hérna?


d) afhverju er fólk látið vinna alone á videoheimum milli 6 og 8 á laugardagskvöldi eþgar ALLIR taka spólu?

e) mynduði ekki segja að þetta spamwife væri frekar impressive piece of artwork miðaðvið að það var gert á innanvið mínútu fyrir ensku-videoverkefni?

...nei ég var bara að spá.

myndir gærkvöldisins:
-the hole
-the dreamers (horfið á hana eða verið ferhyrnd)fólkið í henni = myndarlegt

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Sigurður Alexander Pasani fær link fyrir athyglisverð skrif í snyrtilegri og fallegri umgjörð. bjóðum nýliðan velkominn.

Ég veit um fátt leiðinlegra en að labba heim úr strætó drulluveik og heyra bara *slabb*...*slabb*...*slabb* hljóð þegar stíg í fæturna. ó blessuð vert þú sumarsól segi ég nú bara í von um að hún ákveði að láta sjá sig sem fyrst að þessu sinni. Einnig veit ég fátt leiðinlegra en að vera eylíflega lasin.

ég er að fara í vinnuna. áhugavert. Í gær kom í fyrstaskipti einhver sem ég þekki inn á videoleiguna. Fyrsta setningin sem annar aðilinn sagði (fyrir utan "hæ") var: "varst þú að kommenta á bloggið mitt?". Bravó fyrir Jökli.

diskur kvöldsins:
smog - knock knock

video kvöldsins:
ghost world

mánudagur, nóvember 22, 2004

sú sem sagði að rauðhærði krakkinn í Harry Potter væri 'geðveikt hot' var ekki alveg með á nótunum. hann lítur út fyrir að vera svona 10 ára, og er alltaf eins á svipinn.

ég held að hann þyrfti að kynnast þessum hérna:


ég skora hér með á vondu nornina úrsúlu (hún var í litlu hafmeyjunni sjáiði til) að gefa mér röddina mína aftur. ég veit fátt leiðinlegra en að vera hás. svo ég tali nú ekki um hversu ömurlegt það er að vera veikur svona lengi. týpískt líka að loksins þegar það er partí í hverfinu mínu, meira að segja 2, þá er ég lasin, hálffótbrotin og meika ekki neitt.

annars var helgin kósí. mjög.

...

*shjlúbb*

plötur sem spilaðar voru á meðan ég tók til, með hjálp þartilgerðs plötuspilara:
the unicorns - w.w.c.o.h.w.w.g.
coach whips - bangers vs. fuckers
adem - homesongs
the blood brothers - march on electric children

fresh.

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ef þig langar til að leigja videospólu í þægilegu umhverfi þarsem þú getur slappað af og meðan afgreiðslumanneskjan tekur laaaaangaaaan tíma í að afgreiða þig... komdu þá sem fyrst í videoheima fákafeni þegar ég er á vakt! Ég var að byrja í dag og mér finnst Awesome McGreat að vera búin að fá vinnu þarna og hyggst vera geysi-dugleg. en jahér hvað öll þessi spóluleigjinga kerfi eru flókin. vonandi hef ég einstaka hæfileika til að tileinka mér nýja tækni.

Í dag:
°gerði ég 2 ritgerðir og beilaði á einni afþví ég er fáviti
°flaug ég á hausinn úti á miðri götu eþgar ég var að hlaupa á eftir strætó úr skólanum með 3 töskur og rústaði á mér hnénu. það er einsog er geymt í einhverskonar lækninga-hólk sem hjálpar mér að labba.
°gerði ég hið fullkomna góðverk og skilaði litlum ketlingi sem var týndur í gríðarlega frostinu heimtil sín. Þrátt fyrir að ég sé lasin og allt.

Vegna munnlegrar athugasemdar sem mér barst vil ég taka fram að þó að ég kalli Cex besta hiphop sem ég hef heyrt, þá er ekkert endilega hægt að almennt skilgreina hann sem hiphop. Hann er tildæmis mun nær elektróník og svona. jájá. ég kalla hann líka bara þaðsem ég vil, í dag hef ég kosið að kalla hann pabba. hóhó. Annars er orðið á götuni að nýji diskurinn hans sé bara kristinlegt numetal eða eitthvað. nei jahér ég man ekkert hvað var sagt um hann. allavegana eitthvað slæmt. því er verr.

ég hef hinsvegar EKKERT slæmt að segja um mugison tónleika gærkveldsins. þeir voru awesome. ég hef sjaldan séð einn mann ná að vera svona skemmtilegur og frábær og fyndinn á sviði. Það er líka alltaf ættarmót þarsem hann spilar. heimilislegt.

heyriði. ég er farin eitthvert að hata allt afþví SAW er ekki í bíó í kvöld og ég veit ekki hvað ég á af mér að gera. hlustið á Joanna Newsom. hún er skemmtileg og sæt. uppáhalds lagið mitt með henni er peach plum pear (eða eitthvað í þá áttina) og Tobbi er maður vikunnar fyrir að hafa minnt mig á hvað hún heitir. adios...

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Inni:
°að eiga heimaprjónaða vetlinga með upphafsstöfunum sínum á
°að eiga minus the bear bol sem lýsir í myrkri. sérstaklega þegar maður kemst að því í Monty Python tíma.
°te
°inni og úti listar
°trönuberjasafi með tonic vatni og klaka
°popp með smjöri + kók í gleri
°óvænt myspace skilaboð frá fólki sem maður keyrði heim af airwaves
°að vera í kuldaskóm og almennt hlýjum fatnaði í þessum kulda
°orðatiltækin 'borðaðu sokka' og 'að stara á kippu með hesti'

Úti:
°líffræðistofan sem lyktar alltaf eins og úldin þorskur eftir að slíkur er kryfjaður þar dag eftir dag, plús að það er alltaf ískalt þar vegna þess að allir gluggar eru opnir til að losna við lyktina
°veturinn og snjórinn
°hlemmur og rónalyktin þar
°að blogga (augljóslega)
°myspace
°stærðfræði
°að vera í litlum skóm í þessum snjó

að lokum er samt gríðarlega inni að fara útí bíslkúr og finna þessa mynd síðan í sumar:

-teiknað af Hrafnhildi, á vinnustað tí/ýndu jarðarberjanna. einstaklega skemmtileg þykir mér þessi sýn á atla, og þriðja geðveikt langa löppin hennar hrafnhildar. jibbí.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004we painted the walls <3

X is for Xerxes devoured by mice.
You will be devoured by mice. You are so shy and
always off alone in the corner. No one knows
you are there except for the blood thirsty
rodents.


What will be your Edward Gorey death?
brought to you by Quizilla

haha jahér.

já ég er cheap latur bloggari sem skrifar aldrei neinar djúpar vitsmunalegar færslur. shoot me, oh. Annars voru tónleikar í boði tí/ýndu jararberjanna í hinu húsinu áðan, gekk allt gríðar-vel og stemmingin var vægast sagt kósí. eronic (Eyþór) stóð sig einsog hetja og ég var mjög impressed af tónunum hans þetta skiptið. Ég og Logi (we painted the walls) kláruðum okkar fyrstu tónelika stórslysalaust. gay parad voru kjút, svefninn sverðanna (siggidds)stóð fyrir sínu þrátt fyrir minor stirðleika og Þórir setti svo kirsuberið á þeytta rjómann með því að vera frægur og skemmtilegur.

ég ætla að fá mér vatn og sofa.


mánudagur, nóvember 15, 2004

ég skrifaði ágætis færslu áðan. hún innihélt rækilegar afmælis-hamingjuóskir til systur minnar, sunnudagshugmyndir aug tilkynningar um nýjan ref og tónleikana sem bandið mitt spilar á annað kvöld (hitt húsið, kl 8, be there.)

en einsog vill gerast gleyptu netheimar hana með stafrænni húð og hári.

þannig í staðinn hef ég ákveðið að segja bara:

now i feel it neccisary to remind you my friend, that splittin with your girl ain't the most earth-shakin' event. middle finger to the indie rock singer, middle finger to the wack MC, middle finger to the uncreative underground...

föstudagur, nóvember 12, 2004

ég get ekki sofið. það er sjaldgæft en gerist. þetta = smellið

adamacoustic
You're "You Know How I Do", you're always
tired, upset or lying and you won't take
anyone's crap.


Which taking back sunday song are you?
brought to you by Quizilla

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Á ég að segja ykkur hvað þið skulið gera? þið skulið hlusta á cex.

besta.

hiphop.

seméghefheyrt.

lengi.

já, ég leifi mér að segja hiphop for the indie rock fan. ég ætlaði að finna geysi-sniðugan texta sem mockar það svolítið. en tja. slíkt er ekki auðfinnanlegt. kanski seinna. þangaðtil:


miðvikudagur, nóvember 10, 2004

ég hef sjaldan verið jafn pirruð og aldrei verið með jafn mikla vöðvabólgu og í dag. ég er búin að fórna heilli nótt og heilum skóladegi í nonstop beneventum vinnu og er orðin svona frekar viðbjóðslega óþolinóð, þarsem tölvan mín virðist skemmta sér konunglega við að frjósa ítrekarð, eyðileggja allt fyrir mér og svo ætlar hún að taka sjö klukkutima í að skrifa einn helvítis disk. ÉG ER BRJÁLUÐ HÉRNA. þessi tæpi skóladagur sem ég fórnaði átti bara að vera einn tími, en neeeiii tölvan mín þarf alltaf að borða sokka og vera fáviti. og ég hef þarmeð fórnað tækifæri til að fá eitthvað meira en 5 í einu af 3 félagsfræðiprófum. fokking awesome.

jæja, ég hef hér með lokið af stafrænni útrás minni og stundarbrjálæði.

og langar að bæta við að það eru komnar skóhillur úr ikea undir nammið í Mararþaraborg.

það finnst mér smellið.

þetta er handa hrafnhildi, öllu í heiminum sem er skrítið, öllum sem eru yndælir og öllu sem gerir mig leiða.

ég er svo tóm í höfðina að annað eins hefur ekki þekkst síðan móðir erps og eitils myrti þá með köldu blóði til að hefna bræðra sinna.

ég get ekki hugsað um neitt nema: eddukvæði, margliður, bandorma og virka skilyrðingu.

kemur sér illa, þarsem ég þarf að fara í félagsfræðipróf á morgun.

tilhugsunin um að það verði alveg jafn mikið að gera á næstu önn og alveg jafn mikið stress er gríðarlega bugandi.

ég hef svo mikið að gera miðaðvið hversu löt ég er að þetta tvennt vinnur eiginelga á móti því að ég hugsi nokkurn skapaðan hlut.

ef ég ætti einskonar lífs-fjarstýringu, myndi ég í fyrsta lagi spóli áfram þangaðtil beneventum væri komið út og mikil gleði á hjall. ég myndi helst spóla yfir jólin, staldra aðeins við á áramótunum og spóla svo fram að páskafríi.

hljómar vel.

það sem mig langar líka að gera:

a) borða ís
b) sofa
c) drekka te
d) halda tí/ýndu jarðaberja partí. kanski ég geri það í byrun desember.
e) fara á laugarásvideo
f) fara á kafihús með hrafnhildi og sæma því fátt er meira kósí
g) vera á leiðinni til frakklands. einsog ég mu vera í sumar. það er bara langt þangaðtil.
h) vera búin í prófum.

ég er að hlusta á svörtu hliðina á adem plötunni einsog svo oft. að lokum er svo dauð kona með barn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com