<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, júlí 31, 2004

Þrítugastiogfyrsti júlí. Á London tíma er klukkan leet (1337) og ég er að bíða eftir að hann Ægir mæti á Kings Cross lestarstöðina svo við getum farið að fíflast eitthvað á götum borgarinnar. Ég vaknaði í morgun á vindsæng sem passar akkúrat inní eldhús stóru systur minnar og kærastans hennar og gat horft beint uppí bláan himininn gegnum eldhúsglugann á súðinni. ég fékk mér súkkulaðimuffins og sainsbury's lemonade úr ísskápnum og kíkti svo útum gluggan. Fyrir neðan mig, hinumegin við götuna voru lundúnabúar að fá sér morgunmat og lesa blaðið á Blue River Café. innum glugga á blokkinni á móti sá ég strák fara í bolinn sinn og kíkja svo einnig útum gluggann á lífið fyrir neðan, áðuren hann fór að tala við hundinn sinn.

Erla Margrét bakaði afmælis-pönnukökur og mamma og pabbi mættu svo á staðinn, óskuðu mér til hamingju með afmælið og færðu með bók með roslega fallegum tekingum og afmæliskort sem vitnaði í sjónvarpsþættina Big Brother. Ég játa hér með ást mína á seríunni Evil Big Brother og mun fella tár yfir að geta ekki fylgst með þessu til enda sökum heimferðar minnar á miðvikudaginn.

En svona fyrst ég er að minnast á það þá fynndist mér nú mun rökréttara að óska móður minni til hamingju með daginn, eftir alltsaman var það jú hún sem ýtti mér öskrandi og sprikklandi inní þennan heim fyrir akkúrat 17 árum, en ég gerði hinsvegar ekkert markvert þennan dag. Ég vissi ekki einusinni neitt, ég var bara lítil og græn.

Það er búið að vera ótrúlega kósí hérna í Englandi, ég er búin að kaupa mér voða fallegt dót í London og sigla útum allt hérna í sveitinni síðustu daga. Við leigðum svona fljótabát sem við bjuggum á í 4 daga og vorum bara að sigla í rólegheitum (nánar tiltekið á u.þ.b. 11 kílómetra hraða á klukkustund) og slappa af. Veðrið er frábært, það er hitabylgja hérna og sólin dregur sig ekkert mikið í hlé. Sveitin var ótrúlega falleg. Ekki pöddurnar. Jú reyndar drekaflugurnar.

Í kvöld fer ég svo til Guildford með Ægi að hitta Þóri, Kolla, Óla og restina af meðlimum hávabandsins Fighting Shit, auk bresku vina þeirra. spennó. En núna fer strákurinn fljótlega að mæta á svæðið þannig ég kveð að sinni.

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Er virkilega svo langt síðan ég bloggaði (að undanskildu síðasta skiptinu) að það er komið eitthvað nýtt fancy look á blogger? hvað er uppi með það?
 
en hérna... ég er veik. virkilega gubbu-veik. Nei ég er reyndar ekki með gubbupest, en ég er með hálsbólgu og hita og annað ógeð. Semsagt, ég kemst ekki í vinnunna, og ég þurfti að fresta bílprófinu mínu. æði. ég ætla rétt að vona að mér verði batnað fyrir 23. júlí. annars spý ég eldi.
 
en í staðinn fyrir að væla og vorkenna sjálfri mér (sem ég er víst búin að gera nóg af) hef ég ákveðið að minnast betri tíma, tíma tí/ýndu jarðaberjana. ó já, og við munum snúa aftur! en semsagt, þessa mynd er að finna framaná lokaskýrslu sem við skiluðum í dag um vinna okkar í sumar. Ég held að hún muni vekja lukku.
 

 
myndin var nota bene tekin í eina vinnupartíinu sem við nokkurtíman héldum. það var gaman. allir eru voða úldnir og sætir þarna, svo ég minnist nú ekki á ástandið á Atla, en um það má einmitt lesa í skýrslunni, á blaðsíðuna sem hann skrifaði á atómljóð sem hefst á orðunum "ég dansa. ég dansa fyrir hvað sem er...."
 
jahérna.
 
Er hægt að leigja myndina Ken Park á videoleigum reykjavíkurborgar? ég man þegar hún var auglýst í háskólabíói en ekkert meira. anyone?
 
síðast en ekki síst. hvaaaaaar eeeeer the smiths singles  diskurinn minn?!?!? ég er orðin brjáluð.
 
 

sunnudagur, júlí 18, 2004

Ég vil þakka fyrir öll hin indælu hvatningarorð í minn garð, því einsog ég sagði hérna á commentakerfinu: it's nice to feel wanted, bæði á veraldarvefnum og annarstaðar.
 
Þetta er semsagt búin að vera fremur crazy crazy vika, enda veðrið gott og sumarið viðstatt sem aldrei fyrr. En núna er ég barasta orðin lasin, slöpp og ógeðsleg þannig ég get róleg sest niður og gefið mér smástund til að festa eigin hugsanir á net það er kennt er við inter.
 
Þessi bloggfærsla er tileinkuð Hrafnhildi, sem fær borgað fyrir að gera lítið sem ekkert daglega og er því farin að örvænta eftir bloggfærslu frá mér. <3 til Hrafnhildar.
 
Ég púla hinsvegar löngum stundum í hinu húsinu við að byggja upp upplýsingamiðstöð fyrir ungt fólk. Já kæru lesendur, á meðan á bloggleysi mínu stóð tók besta vinna allra tíma enda. Henni lauk með fancy schmancy lokahófi í ráðhúsinu þarsem tí/ýndu jarðaberin fóru á kostum, og var ég klædd í grænan kjól og hatt sem helst minnir á hvala-typpi. En sem betur fer voru þessar 6 ljúfu vikur ekki öll sú vinna sem ég fékk, hún Sonja sæta (einnig besti yfirmaður allra tíma) fékk mig og jarðaberjastrákana Dag og Loga í verkamannadjobbið og líkar okkur príðilega þar.
 
það er þó ekki mikið eftir, þarsem ég mun á föstudaginn fljúga til Lundúna og finna þar tí/ýndu eh... týndu stórusystur mína og sigla svo um á fljótabáti í þónokkra daga. kósí?
 
annað sem vert er að minnast á:
 
°ég náði að missa af heilum tónleikum með Placebo (og Maus), eða svona næstum. þetta voru líklega dýrustu 3 lög sem ég hef upplifað á ævi minni. en góð þó.
 
°ég mun taka skriflegt bílpróf ekki á morgun heldur hinn og það er mjög tæpt að ég nenni að lesa fyrir það íþessu veikindagubbi. Semsagt, vinsamlegast takið höndum saman og vonið að ég nái kæru lesendur.
 
°ég ætlaði að fara í útilegu næstu helgi. svo komst ég að því að ég verð óvart í englandi. ég er fúl. hver ætlar í útilegu með mér þegar ég kem heim?
 
°Beneventum-ritstjórn er núþegar byrjuð að funda og líst mér bara einkar vel á þetta. við höfum tildæmis öll tekið okkur ný nöfn og þjóðerni og mun hver fundur innihalda alþjóðlega-klukkutímann þarsem allir tala tungumál síns heimaland, en allir vita jú að þetta er gríðarlega mikilvægur þáttur í starfsemi hverrar stjórnar tildæmis til að styrkja alþjóðatengls, ræðulist og annað. Ég mun taka næsta hausti og skólaári opnum örmum.
 
°þetta sumar er óheppilegasta tónleikatímabil mitt til þessa. ég sé ekkert virkilega kræsilegt í London nema Air, sem var auðvitað uppselt á. ef ég missi af Franz Ferdinand, the Shins eða einhverjum öðrum meisturum sem munu spila hér á landi næsta haust/vetur þá hef ég ákveðið að gerast vampíra og búa í helli forevah.
 
til vina minna: þið eruð skemmtileg. það er gaman að vera í teboðum (þó með nachos í stað tes), í bíltúr, í sundi, í sykurpúðagrillveislum (þó að allir gleymi að koma með sykurpúðana), í vinnunni, á tónleikum, í brunch, á austurvelli eða bara í almennu hangouti með ykkur. <3 one love.
 
ég biðst afsökunar á "leiðinlegri upptalningu", en þetta verð ekki lengra í bili.
 
plötur:
the shins - chutes too narrow
sonic youth - sonic nurse
death cab for cutie - you can play these songs with cords (pétur, þú ert maður ársins fyrir þessa afmælisgjöf)
boards of canada - music has the right to children
tv on the radio - young liars EP
 
hljómsveitarnafn aldarinnar og vefsíða dagsins:
fyrir stuttu benti ég henni Veru á nýtt band sem heitir tja... Vera. Það er þó ekkert miðaðvið það sem ég vill benda henni og öðrum á í þetta skiptið: the Tony Danza tapdance extravaganza
 
 

mánudagur, júlí 05, 2004

Á einhverjum tímapunkti í leit okkar að tilgangi í lífinu komumst við að þeirri niðurstöðu að við þurfum á einhvern hátt að gera að minnsta kosti eina lousy tilraun til að gera heiminn betri. Ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér, og komst svo að þeirri niðurstöðu að best væri að byrja á því að gera fólkið í kringum mig að betri manneskjum. Þættir sem er ágætt að einbeita sér að eru tildæmis málfar og mataræði (má þá taka sem dæmi þau frægu orð er sögð voru í samtili milli mín, kolla og hönnu í 10-11: "turning the world veg one person at a time... og ég ætla að byrja á pabba"). Ég vil því biðja þig, kæri lesandi, að láta mig ekki fara í taugarnar á þér þegar ég hristi hausinn svona "abbababb" og leiðrétti hjá þér málfræðivillu eða bendi á eitthvað varðandi heilnæmt mataræði.

°°°°

Ég rakst á það í traffic reporti þessarar síðu að fleiri en einn hefur ratað á síðuna mína með leitarorðin "Ruslana Naked". Það kemur kanski ekki á óvart að ungir menn séu spenntir fyrir þessum föngulega júróvisjon vinningshafa, en hinsvegar kemur það mér skemmtilega á óvart að ég sé ofarlega á lista í þessu samhengi.

Ég verð þó aðeins að minnast á kvenmann sem mér finnst öllu föngulegri en Ruslana, og það er hún Peaches, en ég var einmitt á leið á tónleika með henni við lok síðustu færslu. Þessir tónleikar voru algjörlega one of a kind, glæsilegir í alla staði og ég hef aldrei séð aðra eins sviðsframkomu og orku hjá einni manneskju. Peaches fær semsagt fimm stjörnur hjá mér fyrir að vera sæt, fönguleg, fallega klædd (óklædd?), skemmtileg, snartjúlluð, fyndin, góð söngkona og tónlistamaður og alveg gríðarlega svöl stúlka. Hún fær líka plús fyrir að hafa lesið langan texta á íslensku skiljanlega, en hinsvegar fær hún ekki plús fyrir að hafa spítt vænni gubb-slettu í munnvikið á mér og á kinnina. en stelpan gerði þetta víst alveg óvart og henni er fyrirgefið.

Ég verð samt að játa það að það að fara einn á tónleika er ekki alveg jafn sniðug pæling og ég hélt. Nú er ég mikill aðdáandi þess að fara ein í bíó og geri það alltaf við og við, en á tónleikum er bara alls ekki sama loner-væna stemmingin og í bíói. Ég eyddi þarafleiðandi öllum þeim tíma sem peaches var ekki að spila í að ráfa vandræðalega um að leita að, eða þykjast leita að, einhverjum sem ég þekkti eitthvað. Og svo þegar ég kom heim líður mér svolítið eins og ég eigi engan vin sem skilur almennilega geðveiki þessara tónleika afþví þau voru einfaldlega ekki viðstödd.

°°°°

eftir nokkra reynslu langar mig að tilkynna að mér finnst tveggja til fimm manna teiti oftast heppnast mun betur en fjölda-teiti. Kanski finnst mér þetta afþví ég er ekkert sú framfærnasta í mannfjölda, eða kanski á ég bara vini sem eru einstaklega hentugir til fámennis-teita. either way... ég mæli með þessu.

ég mæli hinsvegar ekki með því að vera of mikið einn. Maður hefur alltof mikinn tíma til að sökkva sér niður í einhverjar vitsnauðar dark pælingar ótruflaður. nú er ég búin að vera ein heima svo gott sem allan júnímánuð ef ekki meira, og mér finnst þetta komið nokkuð gott. Ég sló þó aðeins á einsemdina í kvöld með því að hlusta á geðveikasta indírokk mix allra tíma og sökkva mér niður í saumaskap.

ég vil þá ljúka þessari færslu með orðunum: "rock the boat, don't rock the boat baby, rock the boat, don't tip the boat over!"

plötur dagsins:
(þetta hef ég verið að versla mér:)
Xiu Xiu - a promise
the shins - chutes too narrow
Adem - homesongs

Manneskja
gærdagsins:
Vera <3
dagsins: Birkir <3
morgundagsins: Birna <3

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com