<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 28, 2004

jæææææææjaaaaaa...

mér finnst mér einhvernvegin ekki hafa dottið neitt nógu sniðugt í hug til að blogga um uppá síðkastið..? en til heiðurs mínum "dyggu aðdáendum" hef ég ákveðið að láta samt til skara skríða og spinna af fingrum fram.

Það virðast vera komin einhverskonar tímamót í lífi mínu þarsem allir virðast vera að fara eitthvert. Kórinn lagði upp í langferð til Eistlands síðasta fimmtudag, og þessir tveir MHingar sem eru ekki í hamrahlíðarkórnum fóru svo á Hróaskeldu. Móðir mín og faðir voru svo að koma frá Danaveldi í gær, með 7 kíló af jarðaberjum og álíka mikið af kirsuberjum, auk handmálaðrar ítalskrar teikningamöppu og krullujárns. Alls ekki amarlegar gjafir það. Það var nú bara rólegt hjá mér á meðan þau voru að heiman... ekkert 24/7 party einsog planað hafði verið *ræskj* en þó naut ég félagskapar Hólmfríðar Helgu nokkurrar og einnig hennar Erlu Elíasdóttur að einhverju leiti, en það eru einmitt tvær ungmeyjar sem vantar ekki yndisþokkann. En eins og allir hinir, þurftu þær svo að far eitthvert, Helga heim til Akureyrar og Erla á Hróaskeldu, einsog allir sem ég þekki nema svona tveir. Nú, svo má auðvitað líta á þessa flutninaáráttu mannfjöldans í stærra samhengi, tildæmis er meirihlutinn af þeim vinum mínum sem ég hef þekkt lengur en í tæplega ár að flytja erlendis sem skiptinemar eða álíka, what's a girl to do?!

Tja, þessi spurning verður eflaust enn umsvifameiri þegar maður tekur tillit til þess að ég á einungis eftir að vinna hjá hinu húsinu í eina viku í viðbót, og tek mér auk þess frí frá magadansinum í júlí. þannig að nema að ég verði ráðin í draumastarf mitt sem svitalyktareyðis-hönnuður;þá sé ég fram á atvinnuleisi meiripartinn af júlímánuði. en það er svosem ekkert sem lestur góðra bóka, ökuskólinn og svolítil hreingerning getur ekki bjargað *andvarp*.

Svo var ég að kaupa mér miða á Peaches. Hún er svo svöl. ég er að fara á peaches á morgun. ég er að fara ein á peaches á morgun. Hver ætlar að koma með mér á peaches á morgun? ég hlakka til.

speaking of, ég væri alveg til í tónleika með moldy peaches líka.

miðvikudagur, júní 23, 2004

Ég er heima hjá Birnu Dísi.

"hey.... má ég aðeins fara í tölvuna?"
"gera hvað?"
"msn"
"júlía þú hengur í tölvunni allan daginn. núna ertu að taka þér frí frá tölvunni og hitta okkur"
"æj... ég ætla að skoða e-mailið mitt"
"það er ekki msn"
"æj......"

Í dag mátaði ég græna og hvíta röndótta skó með svo háum hælum að ég datt næstum framfyrir mig í hverju skrefi. Ég ætla að kaupa þá og giftast svo tveggja og hálfs metra háum manni.

Samt ekki.

ég ætla frekar að kaupa mér ice cream sundae eins og Claire Danes borðar í Igby goes down, byggja svo einangrunarvirki og láta það gott heita.

Viskumoli Birkis spítustráks: "betra er að súpa hveljur en að debatera við beljur."

hvern langar á the unicorns tónleika?

föstudagur, júní 18, 2004

Það er lame-o að commenta anonymus. Það er líka lame-o að vera gífurlega matvandur, sofa aðeins of mikið eða vera abnormally hársár. Ef eitthvað af ofantöldu á við ykkur, þá kemur hún og borðar ykkur:burt séð frá því, er síðasta vika búin að vera aaansi hectic. "Langir og strangir" vinnudagar fóru í undirbúning á sautjánda júní showi tí/ýndu jarðaberjanna, en kvöldin fóru í að klára ökuskóla eitt, æfa Khalliji fyrir sautjándajúní sýningu magadanshússins og almenna vitleysu.

Ég fór tildæms á snargeðveika tónleika á þriðjudagskvöldi, ég veit ekki hvort ég var svona vel stemmd eða hvort það voru tónlistarmennirnir, en þetta var allavegana með yndislegri showum sem ég hef augum litið. Lineupið var frábært. Lights on the highway fá verðlaun fyrir að vera besta band sem ég heyrði í í fyrsta skiptið þessa vikuna, future future fá verðlaun fyrir skemmtilegustu sviðsframkomu, kimono fá verðlaun fyrir að hafa spilað alveg fáránlega vel að þessu sinni og 27 fá verðlaun fyrir að vera yndilsegt Boston band og skemmtilega hljóð-tilraunastarfsemi. Reyndar spiluðu allir frábærlega (þrátt fyrir minor örðugleika hjá future future, en það er litið framhjá því sökum lágrar tíðni hljómleika hjá þeim), staðurinn var tíu sinnum meira kósí en ég bjóst við (þrátt fyrir að það hefði mátt opnað nokkra glugga) og tja... mannskapurinn hafði gaman af. 27 og félagar á Da Palace fá semsagt thumbs up.

miðvikudagskvöldið bar svo í skauti sér ýmislegt óvænt og skemmtilegt og ekki var mikið sofið aðfaranótt 17. júní, sem var fínt afþví ég hafði nógan tíma til að greiða mér og vera sæt og galvösk fyrir stóru verkefni dagsins. Engin vonbrigði þar á ferð afþví að sýning tí/ýndu jarðaberjanna tóks svona líka glæsilega, Sonja sæta var ánægð með okur en ég stökk svo í loftköstum á þingpallinn þarsem ég dansaði Khalliji með föngulegum stúlkum og reyndi að fela þá staðreynd að ég kynni eiginlega ekki dansinn með því að brosa breitt. ég held að það hafi bara tekist prýðilega. Eftir þetta allt var ég svo orðin svo aðframkomin af þreytu að ég hefði betur farið heim og lagt mig, en ég vildi ekki vera beiler og tókst einhvernvegin að skríða í sjónvarpshúsið á:MotU festið sem Birkirillinn minn var að halda. Ég hefði nú eiginlega betur látið ógert að stoppa þar lengi, give up the ghost ákváðu að fleygja sér í dramaqueen mode, hætta störfum og ditcha evrópu túrnum og eftir sat ég með sárt ennið á skítugu gólfinu útí horni á tónleikasalnum umkringd óhugnalegum blackmetalmanneskjum og hálfsofandi við Shai Hulud. Mér hefur aldrei þótt svona erfitt að vera á tónleikum en tókst nú samt að þrauka þetta og er eftir vikuna einum glærum 27 vínyl ríkari og einum litavínyl í þokkabót. Upp á móti kemur það að ég sit hér í dag alveg helluð, með vöðvabólgu, hálsbólgu, og örugglega sálarbólgu ef hún er til, en kanski er þetta bar venjulegur hausverkur. Ætli ég reyni ekki að koma betur upplöggð á næsta svona viðburð.

Lítil vinna í dag, ég get eiginlega ekki hreyft mig afþví ég er með harðsperrur og verki allstaðar þannig við lágum bara í sófanum og horfðum á dangerous lives of the altar boys.

sá sem hefur hugmynd um hvað ég get gert í kvöld má láta mig vita.

plötur dagsins: Enskukennslu sjötommurnar frá 1950 sem pabbi gaf mér. Settu afar flottan brag á sautjánddajúní gjörninginn.

játning dagsins: mig hálf langar að gefast upp á harry potter-free lífstílnum og fara að sjá nýju myndina, eingöngu útaf þessari umsögn á makeoutclub.com: "Im seeing H-Pot 3 tonite.. (harry potter...) im excited to see how the director of Y Tu Mama Tambien presents the whimsical wizard... Im half-expecting him to try a three way with Hermione and Prof. McGonagall." ...hversu mikill bjáni er ég?

Leikur dagsins: http://www.questfortherest.com/

þriðjudagur, júní 15, 2004ég bjó til dáleiðsluplötu í dag. semsagt vínylplötu sem dáleiðir fólk. það var gaman. ég fékk borgað fyrir það.
°°°°
"I'm definitely shaking
the silence isn't breaking
backwashed and stranded memories
of something I thought could be"


mig langar dálítið að líða einhvernvegin svona núna. Þetta er svona heví skotiní-fílingur þið vitið? Þetta lag (þá á ég við bæði lag og texta) lýsir allavega svona sérstakri svoleiðis tilfinningu betur en nokkuð annað sem ég hef heyrt. fallegt lag. love til death cab. líka það fyrsta sem ég nokkurtíman heyrði með þeim.
°°°°
rétt upp hend sem er búinn að sjá nýja will oldham myndbandið á skjá einum! lagið þarsem konan syngur líka... mér finnst það æðislegt. Fyrir utan að þetta er fallegt lag (eins og flest lögin hans, og ef þú hefur aldrei íhugað að hlusta á will oldham/bonnie prince billy byrjaðu þá á því núna) þá hló ég mig máttlausa þegar ég sá þetta fyrst. allt geðveikt illa teiknað og þau eru svo krúttlega ófríð og svo þegar hendurnar á þeim lengjast svo þau geti haldið utanum rassinn á hvortöðru og svo spila þau borðtennis?!

mig klæjar í saumana á bakinu mínu. einhver skortur mun vera á færslum næstu daga sökum brottnáms á tölvu.

mynd dagsins: ég hef aldrei séð neitt sem nær að vera jafn sorglegt og fyndið á sama tíma.

fokkjú dagsins: fá ökuskólinn fyrir að vera svona astonishingly leiðinlegur, og strætóbílstjórinn sem lokaði hurðinni á mig afþví hann hreinlega tók ekki eftir mér og ég klemmdist svona hálf inni og hálf úti og það var vont og svo baðst hann ekki einusinni afsökunar. jeez.

sunnudagur, júní 13, 2004

í dag var ég dugleg. ég fékk reyndar að sofa út í fyrsta skiptið þessa vikuna, en var komin út klukkan hálfþrjú og mætti í MÍR húsið á vatnssstíg 5 mínútur í 3. þar voru: ég, tveir menn sem mig minnir að hafi verið herstöðvarandstæðingar, bresk kona og annar breti sem er samt upphaflega frá Nepal. Þetta var semsagt námskeið í borgaralegri óhlíðni eða Nonviolent Civil Disobedience einsog ég og bretarnir kjósum að kalla það. Þegar hinir námskeiðsmeðlimirnir fóru svo að mæta fórum við að læra allt um það hvernig maður á að skipuleggja mótmæli, haga sér í framkvæmdum þeirra, taka afleiðingum og svo framvegis og svo framvegis. Við lærðum bæði gegnum roleplaying, spuna, fyrirlestra og samræður. Þetta var eiginlega bara, tja, frábært í flestalla staði og ég kom út miklu miklu fróðari. Og þrátt fyrir að þetta hafi tekið 5 klukkutíma hefði ég verið til í að læra miklu meira. (reyndar skaust ég út í langa hléinu, tók 10 mínútur í að koma mér í magadanshúsið, 20 mínútur í að læra dans og skrifa niður fyrir 17. júní, og tíu mínútur í að koma mér aftur niðrí MÍR, sem þýðir að ég kom einungis u.þ.b. 15 mínútum of seint. hversu svalt er það?)

°°°

Ég elska ullarsokka svo heitt. hvaða fávita datt í hug að byrja að flytja bómullarsokka til íslands? Ull og lopi eru the way to go. Það eða að vera berfættur.

°°°

Eftir besta örbylgjumat sem litið hefur dagsins ljós hjólaði ég útí best lyktandi video leigu í heiminum og leigði Igby goes down. Það var yndislegt. akkúrat svona mynd sem ég þurfti á að halda i kvöld. Mjög catcher in the rye-ish. Mjög fögur og bittersweet. Soundtrackið var unaðslegt. Núna sakna ég Dandy Warhols diskanna heavy. og Birkir, skilaðau Death Cab/Photo Album! Mig langar að vakna í þessari mynd í fyrramálið. Og vera Claire Danes. hún var líka í alveg eins nærbuxum og ég keypti mér í NY síðasta haust, auk þess sem hún héti einusinni Júlía. Ástæðan fyrir ást minni á svona löguðu mætti eftilvill skýra á þennan einfalda hátt:

My Fisher Friend Bobby: hey ég og dagur komumst að því að þegar þú varst að fara þarna á föstudaginn að þú værir bitrasta manneskjan á jörðinni
Juliet Ginger: hvernig komust þið að þeirri niðurstöðu?
My Fisher Friend Bobby: æi bara varst eitthvað svo leið og eitthvað og svo sastu uppí strætóinn geðveikt leið og þá sagði dagur: ok vá hún er bitrasta manneskjan á jörðinni


þessu langar mig að svara með stuttu kvæði:
"kill the jocks, smash their heads, beat the cops until they're dead. emo kids are all head cases and I'll bash my skateboard into their faces!!!"

...fyrir utan að ég á ekki hjólabretti (I'll bash my bellydance-hipscarf into their faces....?). props til Fannars.

frétt dagsins: það var víst skrifað um gjörninginn okkar í laugardagsmogganum? ég þori ekki að lesa það. já alltílagi ég nennti ekki að finna neitt gáfulegra dagsins.

laugardagur, júní 12, 2004

Ég er að bíða eftir að foreldrar mínir snúi heim eftir að hafa verið fyrir austan síðan á þriðjudaginn. En þrátt fyrir að ég hafi verið al-alein með húsið og veðrið hafi verið lovely hafa þetta nú verið fremur viðburðarlausir 5 dagar. ég ætla samt að renna yfir helstu einkenni og keywords síðustu daga.

° Skurðstofa og verkjatöflur. Aðgerðinn á bakinu gekk vel. núna er ég bara með sætan lítin skurð og svarta sauma. grr.

° Pappír. Ég hef verið að taka til í herberginu mínu, og þess ber að geta að ég er með pappírs söfnunar áráttu og var að sortera hrúgu eftir hrúgu af alskyns pappírum í fyrsta skipti í eitt og hálft ár. þarna var vissulega að finna mikið af skemmtilegum myndum og plöggum, en líka fáránlega tilgangslausa miða sem ég plana að henda, einsog t.d. einn lítill og krumpaður sem á stendur "mér er sama um áhættusmjörið og sósuna, en ég vil eiga nashyrninginn", og svo er einn stór sem stendur ekkert á nema '343.1 Seb Luc' ...ha?!

° Pastasalat. ég elska pastasalat. ég elska að borða i hinu húsinu þarsem ég get étið eins mikið af pastasalati og ég vill, og eftilvill eitthvað með einsog kartöflugratín eða blómkálssúpu. namminamminammi. Svo er ég auðvitað góð í að dreifa matnum yfir mig alla og mitt nánasta umhverfi.

° Sólin. ég elska sólina svo mikið, þegar ég er orðin stór ætla ég að eiga heima einhverstaðar þarsem er alltaf sól.

° Götuhjól og stór tré. það eru núna 5 stykki af glæsilegum götuhjólum í bakgarðinum mínum, gömlum og nýjum. eitt það yndislegasta sem ég gerði síðustu daga var að hjóla berfætt milla trjánna í nökkvavoginum á gamla skemmtilega götuhjólinu hennar rósu frænku, á stuttbuxum og nærbol.

° Cluedo og Rommí. Ég og Hrafnhildur fáum ekki nóg af Cluedo í vinnunni, enda spil snillinganna. Svo er rommí árstíðin komin aftur, ég spilaði svo mikið rommí síðasta sumar að ég spilaði yfir mig og nú mun það tekið upp aftur. Haukur Deathmetal er líka búinn að bjarga lífi mínu oftar en einusinni með því að spila rommí og drekka te.

° Gjörningar, rauði dregillinn og hrós. Það var svokallaðaur 'Funny Friday' í gær og við jarðaberin framkvæmdum tvo gúrmei gjörninga, á ingólfstorgi og fyrri framan héraðsdóm við fínar viðtökur. Ása da big boss og Sonja sæta eru voða ánægðar með okkur og mér finnst það frábært. Víha.

° Stórasystir. skemmtilegt atvik kom upp þegar ég hélt í góða stund að ég væri að tala við Erlu Elíasdóttur á msn, og fatta svo eftir að hafa sagt henni hálfa mjög dramatíska sögu að þetta var mín egin systir, Erla Margrét. Ég sprakk úr hlátri. En hún er allavega komin á msnið mitt að vera skemmtileg og hughreystandi. one love <3

° the Unicorns. tölvupóstur frá Alden Ginger og Nick Diamonds. Þarf ég að segja meira?

° myndirnar Gummo og the Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Þá fyrri horfðum við á í vinnuni, enda fáránlega góð, falleg og óhugnaleg mynd, sem helst mætti líkja við eitt langt og ótrúlega vel gert videoverk. Þá síðarnefndu fór ég á í bíó í gær, ein. Kjúklinga&japanskrahryllingsmynda-boð sem ég hafði planað að halda í gærkveldi fór eitthvað fyrir ofan garð og neðan, en í staðinn fyrir að vera svekkt ein heima skellti ég mér á frumsýninguna á þessari dæmalaust frábæru og glæsilegu ræmu sem ég hvet alla til að sjá. Svo fékk ég mér auðvitað ótæpilegt magn af bíópoppi og vélakóki í kvöldmat. hversu svöl er ég?

° le stalker-crew. ég hélt magadanssýningu fyrir þær kempur, plús Sigurð Oddsson og Úlf. Þau skemmtu sér konunglega og meira var um dans, gleði, og nachos það kvöldið. kósí. Við Eva Katarína vorum líka askoti nettþéttar á kanntinum frá klukkan 1-5 síðastliðna nótt, þegar við rúntuðum um á risavaxna rauða Dodge-inum, snæddum fries og cola og headbönguðum við converge. Mættum nokkrum sem voru askoti góðir á því, tildæmis hana Aldísi, Völu, Erlu, gömlum bekkjarfélögum sem gátu ekki hætt að hrósa evu fyrir hágæða akstrushæfileika en þekktu mig hinsvegar ekki, og fleirum. kósí.

° Arabíska. Í dag fór ég í arabísku tíma í magadanshúsinu. Það var æði. ég kann núna að skrifa nafnið mitt á arabísku, auk þess sem ég kann undirstöðu orð einsog 'nei', 'ég', 'elskan', 'þú ert fögur sem tunglið' og 'brjóst þínu eru einsog granataepli'. Djöfull ætla ég að vera góð í arabísku one day. habibi <3

Jæja. fleiri highlights man ég nú ekki einsog stendur, enda alone timeið búið og sólin farin. Það er svosum fínt að fá gömlu kempurnar heim, þau eru aldrei neitt fyrir, svo komu þau líka með harðfisk. en ég vona að sólin komin aftur. Ég vil líka alveg fá útborgað bráðum. hm...

ummæli dagsins: Pedro the Lion - Achilles' heel [Depressed, privileged white guy in sweater and beard sings melancholy songs for other depressed, privileged white persons (beards optional, sweaters required). -Sam Velde ]

vefsíða dagsins: sjón er sögu ríkari


þriðjudagur, júní 08, 2004

From: Júlía H
To: the_unicorns@hotmail.com
Subject: <3 from Iceland
Sent: Monday, June 7, 2004 5:38 PM

Dear mister Ginger and mister Diamonds.

Hi. We are two Icelandic girls, and we listen to the unicorns on our way to school and sing your songs really loud. And we were just thinking... If you would... well maybe, like to get married?

So. our plan is: You could come and play a show in Iceland, like on the 'Icelandic Airwaves' festival maybe, that would be ideal (you'll be playing with the shins and radio four and alot of nice bands) ...and then, you could just give us backstage passes, and it doesn't really matter yet who gets married to whom, we'll just decide that when we meet. ok? so what do you say?

love,

Júlía & Helga

From : the Unicorns
Sent : Tuesday, June 8, 2004 5:09 PM
To : mighty_stalker@hotmail.com
Subject : RE: <3 from Iceland

Holy shit,

I'd love to get married. But do you mind the complications of us being sailors married to the sea at the same time? It reminds me of a tragic comic where the young couple are happy building their home when he gets tempted by his brother to go sailing. Then he loses an arm, comes back to his wife and she is dead.

I would love to play Iceland. There are matters that need to be cleared first, though.

Be bright and rich.

Ginger

mánudagur, júní 07, 2004

Jæja, ég ákvað að skipta um ref strax þrátt fyrir að andri greyið ó hafi ekki fengið vikuna sína, það er bara aðeins of óhugnalegt að hafa andlit einhvers, sem maður þarf að horfa á snæða hádegisverð uppá nánast hvern dag, svona efst á síðunni sinni. En í staðinn kemur enganvegin síðri refur, sem ég og hann logi jarðaber erum einstaklega skotin í. Ég verð ástfangnari af the unicorns með hverjum deginum sem líður. Enda bjóða þeir gífurlega uppá það. hver annar myndi klæðast svona á tónleium?:...eða svona? (reyndar má deila um efnismagn þessa klæðnaðar)Jæja. Helgin var frekar slöpp á köflum, (fyrir utan yndislegt Beneventum matarboð hjá Veru yndislegu), en milli þess sem ég fór í leikhús (Chicago... söguþráður og útfærsla á handriti = thumbs down en leikarar og atriði áttu sína góðu spretti), sötraði kaffi, var krýnd director of art og hönnuður beneventum og var hálf týnd í afmælinu hennar Erlu þá bara sat ég á rassinum og starði útí loftið, og dauðhlakkandi til mánudagsmorgunins þegar ég myndi loksins hafa eitthvað "uppbyggilegt" að gera.

jarðaberjahornið: ...oog vinnan í dag var bara fín eftir því. Ekki mikið að gera, en við plönuðum næsta "fyndna föstudag" hins hússins, hittum Sonju sætu sem er ótrúlega skemmtilegi tengiliðurinn okkar. Ég ætla sko þokkalega að gefa henni afmæliskort þegar hún á afmæli. En já við funduðum semsagt með henni í rólegheitunum á brennslunni og henni var alveg rosalega skemmt í návist okkar, og svo þegar allt var ákveðið og niðurskrifað fórum við í mat í hinu húsinu (namm). Þegar ég var búin að troða í mig gengum við svo galvösk í hérna... héraðsdómshúsið, og ég og hrafnhildur ábyrgðarfulla töluðum við afgreiðsludömu og húsvörð sem gáfu okkur leifi til að leggja rauðan dregil fryri framan tröppur héraðsdóms á föstudaginn, og hafa þar tónlist.

svo skutumst við heim, og frekar lítið að gera þar, prófumu stenslana okkar á gömlum bolum (sem leiddi einmitt til þess að ég komst að ólæknandi ást Atla á gömlu Burger King bolunum hennar Erlu Margrétar sis þannig að ég endaði með að gefa honum einn í svona líka fínni stærð) og svo bara jah... bjó ég til latte fyrir crewið (mínus atla sem var svo ánægður með nýja bolinn sinn að hann ákvað að hlaupa ber að neðan niður laugarveginn) og sýndi æsileg dans og söngatriði meðan ég sletti strokkaðri mjólk og eplum útu um allt. Svo horfðum við á ótrúlega fallegu og yndislega skrítnu myndina May sem ég fjárfesti í á geisladiskamarkaði perlunnar hérna forðum daga. Það var lovely.

dagskráin eftir vinnu: ég er sendi herra engifer og herra demöntum ástarbréf ásamt Helgu. það var gaman. ég skal posta því hingað ef ég fæ svar. krossum nú fingurna um að einhyrningarnir spili á airwaves. Svo eldaði ég u.þ.b. 83 skammta af pasta með sósu, pamesan, papriku, lauk, kúrbít, eggaldini og basil svo eitthvað sé nefnt. júlía dugleg.

dagskrá morgundagsins: á morgun mun ég mæta á þartilgerðana spítala klukkan eitt í þeim tilgangi að láta sera skinnkjöt bút úr bakinu á mér. gúlp. til hughreystingar bakaði mamma samt köku fyrir tilefnið, því þau fara svo austur seinnipartinn. litla aleina ég. þeim sem langar að gista hjá mér er bent á að senda mér tölvupóst á mighty_stalker@hotmail.com.

bluegrass dagsins: radihoead syrpa í bluegrass útgáfu = æðislegt. ég mæli eindregið með að hlusta á þetta, og einni mæli ég með að allar bluegrass elskandi dömur reyni við Kára Finns.

fimmtudagur, júní 03, 2004

ég held varla vatni yfir því hvað vinnan mín er skemmtileg. það er að segja, mér sýnist þetta ætla að verða miklu myndarlegra en ég þorði að vona svona fyrst þegar Ása lagði sig í líma við að hræða okkur litlu jarðaberjabörnin og við gátum ekkert nema gapt og stöku sinnum stundið upp "afhverju réð hún okkur þá eiginlega í vinnuna?". Það er eitthvað svo ótrúlega kósí við það að staulast hálfsofandi útí rykfallinn, hráan og hlýjan bílskúrinn og finna þar í horninu (sem við erum búin að gera svo kósí með dýnum, stólum, teppum, coffe table og æsilegum lömpum og kertum) góða vini sem snúa samt varla rétt svona í morgunsárið. Svo er veggir og gólf þakin ýmiskonar lista og gjörninga tilraunum og skemmtilegheitum.

Hrafnhildur átti afmæli í dag og kom með alveg unaðslega Brownie köku sem ég hámaði í mig þrátt fyrir mótmæli snarveiks maga... fékk svo að gjalda fyrir það þegar ég, eftir þónokkra hugmyndavinnu, gat varla gengið útí strætóskýli sökum ógleði. Það lagaðist þó um leið og ég settist niður að snæðingi í hinu húsinu, en það er alveg ótrúlega fínn matur þar og ekkert kjötbjull neitt enn sem komið er. svo hlupum við um bæinnm í sólinni, gerðum nokkra random fávitagjörninga og tilraunir og bara lékum okkur, en þá kom einmitt svífandi ljósmyndari morgunblaðsins sem var alveg "vúha... ég veit ekkert hvað þið eruð að gera en ég ætla að taka sjöþúsund myndir af því". Svo fannst okkur við hafa verið svo dugleg svona annan dag vinunnnar að við spiluðum Cluedo síðasta klukkutímann útí í sólinni fyrir utan bílskúrinn. Nema Atli, hann var of harður fyrir cluedo og sat bara halfnaked í garðstól að acta rough og galtalega og reykja homemade kúreka-rettur. Ég eiginlega hlakka alveg fáránlega mikið til morgundagsins.

Band dagsins: Thursday. afþví bara. ég ætla að fara að hlusta á gamla dótið og gera fínt. væla svo kannski í vinum mínum. hvernig hljómar það?

miðvikudagur, júní 02, 2004

"Það var mikið" segir kanski einhver. En það varðar mig ekkert um. Ég er búin að vera í hálf eitthvað rotnu skapi síðustu daga, ekki útaf neinu sérstöku svosum, móðir mín kennir fyrirtíðarspennu um. Ja það varðar mig heldur ekkert um. Tvennt kom mér þó í fínasta skap núna rétt áðan.

a) ég rakst á matreiðsluþátt á RUV rétt þaðan þarsem infædd kona ferðast um indland og kynnir matargerð og fleira. Ég elska matreiðsluþætti, sérstaklega þótti mér þessi yndislegur. Núna langar mig ekkert meira en að læra að elda jafn vel og móðir mín og ferðast um heiminn. Svo er Knútur ökukennari líka alltaf að segja mér að ég eigi að vera á málabraut...

b) ég var að skoða magadans.is og ég er officially komin á blað með frægum stórstjörnum á borð við Aldísi (farðu að blogga aldís), Helgu Brögu og Írisi. Ég er semsagt orðið almennilegt smástirni á sviði magadansins, og ber nú nýtt nafn sem Josy kennarinn minn valdi úr nokkrum sem mér fannst flott. Ég heiti núna Najla (borið fram Nadsjíla), en það er muslim nafn sem merkir víst "sú sem hefur stór og falleg augu og/eða augu sem maður tekur eftir". Ég kann mjög vel við það, þarsem það bæði hljómar einsog 'Nala' (uppáhalds ljónastelpan mín) og Nigella Lawson (eitt af mínum fjölmörgu átrúnaðargoðum og uppa´halds kokkum). Spennó. Svo mun ég mjög líklega dansa á sviði fyrir almenning á 17. júní (ekki byrjuð að æfa), to be announced. íha!

Síðasta helgi var kósí í orðsins fyllstu merkingu, kósí fámennt en góðmennt leikfélagspartí, (og ég ætla að nota tækifærið og hrósa nýrri stjórn fyrir að vera skemmtileg og fögur, en sérstaklega vil ég óska Kötu litlu til hamingju með að vera að vaxa úr grasi og hafa nýlega átt afmæli, og fyrir að hafa skrifað skemmtilegustu færslu sem ég hef lesið í dag, 2. júní.) Í kjölfarið kom svo kósí kaka og slumbover með aldísi og erlu, auk sundferðar sem var svo hress að ég er ennþá aum í hendinni, og kaffihúsaferðar þegar ég var barmi örvæntingar yfir að hafa beilað á fantômas.

Svo byrjaði ég bara í vinunni, og verð að segja að þetta er örugglega áhugaverðasta vinna sem ég hef haft fyrr og síðar. Ég er semsagt á launum hjá hinu húsinu sem partur af skapandi sumarhópnum "tí/ýndu jarðarberin", vinnustofan er bílskúrinn minn sem við erum aldeilis búin að koma okkur vel fyrir í, og í dag fengum við tildæmis borgað fyrir að liggja á gólfinu og festa límband utanum hvort annað, auk þess að búa til hálft stafróf af stenslum og fara í leiðangur inní löngu gleymdar geymslur Vogaskóla til að grafa upp fyndinn hatt gerðan af meðlimum múm. Jahérna! ég trúi eiginlega ekki öðru en að við verðum öll orðin snargeðveik fyrir lok sumarsins, miðað við hvernig þetta er búið að vera tvo fyrstu dagana.

einn skapandi hópurinn er einmitt skipaður magadansstelpum, tildæmis þeim Kristínu Parvönu (sem kenndi mér þegar ég var að byrja og er án efa með skemmtilegustu og bestu kennurum magadanshússins!) og núverandi Íslandsmeistara Heiðu Maliku. Þær eru svo sniðugar að segja frá störfum sínum á bloggi og ég ætla nú aldeilis að linka á þær, þarsem ég er mjög spennt að fylgjast með þeim í sumar.

í leiðinni ætla ég svo að skella link á hann Einar sem er í götuleihúsinu í sumar (og mér finnst það hennta honum alveg frábærlega), og einnig finnst mér Jökull Sólberg og Antoine eiga fyllilega skilið link. glæsibær.

Ég skal samt segja ykkur hvað er ekki glæsibær, og það er þátturinn um nylon á skjá einum. HVAÐ HORFA ÍSLENDINGAR EKKI Á?!

gítarhljómur dagsins:"A5" maybe not the most difficult to play, but it doesn't lack power...What Guitar Chord Are You?
brought to you by Quizilla

tónleikar mánaðarins:

þessa girnilegu og væntanlega mjög kósí tónleika ætla ég innilega að vona að ég komist á þessa, déskotans ökuskólinn er alltaf að reyna að troða sér inn einhverstaðar á tímum sem væri betur varið í tónleika og magadansæfingar... ég veit varla hvað ég á til bragðs að taka. (fyrir þá sem ekki vita er future future ex snafu og inniheldur þarafleiðandi uppáhalds ljóslokkaða fráfarandi listafélagspilt okkar allra.)

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com